Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 14.09.2012, Qupperneq 48
B ændur um allt land, sérstak-lega fyrir vestan, norðan og austan, nýttu oft haustið til að gróðursetja skógartrén, af því annir við sauðburð á vorin og síðan annar búskapur tóku allan tímann frá því snemma á vorin og fram yfir heyskap. Skrúðgarðyrkjuverktakar gróð- ursetja helst bara á haustin og vet- urna, eða svo lengi sem jörð er þíð. Það er vinnusparandi, þarf ekkert að vökva, og trén eru tilbúin í slag- inn um leið og vorar. Rætur vaxa svo lengi sem jörð er þíð. Nýtum haustin Sex þurrkasumur í röð, alla vega sunnanlands og vestan, hljóta að kenna okkur að nýta rakann og góð- viðrisdagana á haustin til gróður- setningar. Planta sem gróðursett er að hausti, rótfestir sig og kemur sér fyrir svo lengi sem jörð er þíð. Næsta vor er hún betur sett með öfl- ugt rótarkerfi og fljótari að ná sér í raka, bjargar sér betur sjálf, þó að enn eitt þurrkasumarið skelli á. Ein- hvern veginn er það nú þannig að við erum alltaf svolítið sein til verka með gróðursetningar á vorin og oft er komið fram á sumar er maður loksins rýkur til að gróðursetja, en þá er kominn þessi þurrkur, vindur og sólarsteik eina ferðina enn og þarf að vökva næstum upp á hvern dag, svo að vor- og sumargróður- setningarnar skrælni ekki. Fimm heilir vinnudagar á milli helga á sumrin í þurrki, vindi og sól og þú mætir aftur í sumarbústaðinn að vökva, en allt hefur skrælnað þá þegar! Gróðursetning á haustmán- uðum er skynsamlegri. Veldu góðviðrisdaga Víðast hvar í nálægum löndum er haustið aðalgróðursetningartím- inn. Einn finnskur kollegi minn sagðist ekki skilja hvers vegna við gróðursettum svona mikið fyrripart sumars, þegar von er á sólarsteik og þurrki. Hvort við værum alltaf svona dugleg að vökva? Hjá honum (hann er staddur á ca. 64 breidd- argráðu eins og t.d. Reykjavík) er aðalsölutíminn frá ágúst og fram í október, eða svo lengi sem hægt er áður en jörð frýs. Auðvitað velur maður bara góð- viðrisdaga. Það er ástæðulaust að pína sjálfan sig og plönturnar og brölta með þær í vondu veðri. En um leið og hægist um, er um að gera að halda áfram. Það þarf nefnilega ekki að hafa áhyggjur af vökvun á haustin. Jörð er svöl og haustregnið oftast nægilegt. Ávaxtatré gróðursett að hausti fram í nóvember og aftur í mars um leið og þiðnar aftur, standa sig öll vel og skila góðum og hraustleg- um vexti næsta sumar. Best er að skipta fjölærum blómum og flytja til um haust. Stór tré af hvaða tagi sem er, ilmreynir, alpareynir, silfur- reynir, birki, greni, askur, hlynur, beyki, eik, linditré og alls konar skrautrunnar standa sig miklu bet- ur næsta sumar ef gróðursett eru að hausti. Stóru trén verður maður að sjálfsögðu að staga og binda vel við staura hvort sem gróðursett er að hausti eða sumri. Flott líkamsrækt Í nýjum görðum þar sem allt er til- búið fyrir gróðursetningu er engin ástæða til að bíða næsta sumars. Það er um að gera að gróðursetja limgerðisplönturnar núna strax og allar sterkustu tegundirnar af trjám og runnum. Undirritaður gróðursetti meira að segja tré dag- inn sem byrjaði að snjóa í fyrra, 26. nóvember. Þau komu stálhraust undan vetri og uxu hressilega í sumar. Aspir gróðursettar í hundr- aðatali í janúar í einum þíðukafl- anum spruttu strax fyrsta sumar- ið svo hressilega að varð að setja stuðning við þær er leið að hausti. Skógarplöntur af birki, greni, lerki, furu, öspum og víði gróðursettar fram eftir öllum október og aftur í febrúar árið eftir, lifa flest góðu lífi áfram. Að gróðursetja að hausti og vetri þýðir að maður hefur meiri tíma til að njóta sumarsins til annarra lysti- semda, til dæmis að skipuleggja framhaldið, grafa stóru holurnar, blanda húsdýraáburði og kalki í moldina og gera klárt fyrir gróður- setningarnar um haustið. Það er al- deilis flott líkamsrækt, léttklæddur í steikjandi sól að puða við jarðveg- sundirbúning og vera ekki að eyða tíma í vökvun allt sumarið. Ekki er síðra að eiga meiri tíma til að sinna alls konar fjölskyldusýslan í sól og sumaryl. Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkju- sérfræðingur í Nátthaga, Ölfusi 40 garðar Helgin 14.-16. september 2012  Garðar valkvíði veGna litaúrvals  Garðar Ólafur í nátthaGa seGir haustið Gott til GrÓðursetninGar Undirritaður gróður- setti meira að segja tré daginn sem byrjaði að snjóa í fyrra. Haustlaukar Haustlaukavertíðin fer nú í gang og um leið hellist alvarlegur valkvíði yfir ræktendur því úrvalið er svo fjölbreytt. Fjöl- breytni haustlaukanna birtist með margvíslegum hætti. Hægt er að fá lauka í öllum regnbogans litum, með mismunandi blómgunartíma, misstór blóm og mishávaxna. Það er því ekki að undra að ræktendur standi tímunum saman frammi fyrir haustlaukarekkum garðyrkjuverslana og klóri sér í kollinum. Flestir setja laukana niður í görðum sínum, ýmist í blóma- beðum eða jafnvel í grasflatir en þeir sem ekki eiga garða geta hæglega komið sér upp litríku vori því laukarnir geta komið mjög vel út í kerjum og pottum. Við val á laukum í ker og potta er sniðugt að hafa það að leiðarljósi að laukarnir blómstri á mismunandi tíma vorsins, það lengir vorið verulega og eykur væntanlega á gleði rækt- andans. Þannig gæti til dæmis verið sniðugt að velja saman krókusa sem koma mjög snemma, síberíuliljur sem koma fljót- lega á eftir krókusunum og eldtúlípana eða jafnvel páskaliljur til að reka lestina. Aðferðin við gróðursetninguna er sú að velja frekar vítt ker, sæmilega djúpt. Neðst í kerið þarf að setja möl eða vikur til að tryggja afrennsli vatns úr moldinni. Ofan á vikurinn kemur svo moldarlag, 3-5 cm þykkt. Laukunum er raðað þannig í kerið að stærstu laukarnir eru neðst og minnstu efst. Stærstu laukunum er nú raðað ofan á moldina og þarf að gæta þess hvernig þeir snúa. Mjóa totan á laukunum á alltaf að snúa upp. Rétt er að hafa í huga að millibilið milli laukanna verður óhjákvæmilega aðeins minna en gefið er upp á umbúð- um en þó má ekki raða þeim alveg þétt saman, gott er að hafa 5-7 cm milli laukanna. Þegar fyrsta laukalagið er komið þarf að fylla varlega með mold milli laukanna og dálítið lag ofan á þá líka. Þá er komið að næsta laukalagi, til dæmis síberíulilj- unum en þeir laukar eru millistærð miðað við tegundavalið hér að ofan. Gott er að reyna að setja þá ekki beint ofan á stærstu laukana fyrir neðan. Aftur er fyllt upp með mold og dálítið lag sett ofan á og þá er komið að síðasta laukalaginu, krókusunum. Þeir geta staðið þéttar en stóru lauk- arnir enda eru þeir mun smærri. Að síðustu er kerið fyllt upp með mold og skilið eftir dálítið borð fyrir báru efst. Kerið er nú vökvað létt með vatni og það látið standa í skjóli utandyra yfir veturinn, allt þar til fyrstu laukarnir láta á sér kræla, vonandi ekki síðar en seinni partinn í febrúar. Eftir að laukarnir fara að koma upp er gott að vökva aðeins yfir kerið í hlýju veðri en þó verður að gæta þess að drekkja ekki laukunum. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur Laukar 2012. Tulipa greigii „Red Riding Hood“ – Dílatú- lípani. Haust- og vetrargróð- ursetningar Ólafur Sturla Njálsson segir að í nágrannalöndunum sé haust- ið aðalgróðursetningartíminn og við Íslendingar ættum að nýta það betur. Síðustu sex þurrkasumur (sunnanlands og vestan) ættu að kenna okkur að nýta rakann og góðviðris- dagana fram undan. Nýta á haustið til gróðursetningar. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vökva á haustin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.