Fréttatíminn - 14.09.2012, Side 68
60 bækur Helgin 14.-16. september 2012
RitdómuR með góðu eða illu og RegluR hússins
Fimmtíu gráir skuggar eftir
E L James er mest selda bók
landsins, samkvæmt met-
sölulista bókaverslana 26.
ágúst til 8. september. Bókin
kom út í síðustu viku og
rauk beint í toppsætið.
VinsæliR gRáiR skuggaR
RitdómuR sagan af klaustRinu á skRiðu
s teinunn Kristjánsdóttir fornleifa-fræðingur hefur tekið saman mikla bók þar sem hún gerir grein fyrir
aðdraganda að tíu ára rannsókn á klaustr-
inu á Skriðu, rekur rannsóknina samfara
því að hún gerir grein fyrir helstu fundum
við gröftinn, hvað þar kom í ljós með eftir-
rannsóknum og dregur loks saman niður-
stöður. Bókin er 375 síður, öll litprentuð
með fjölda mynda, geymir heimilda- og
myndaskrár, gögn um starfsmannahald
jafnframt eru þar tilgreindir styrktarað-
ilar. Í raun vantar ekkert nema stutt bók-
haldsyfirlit svo lesendur, aðrir fræðimenn
og almenningur hafi innan spjalda allt sem
segja þarf í bili um þessa rannsókn.
Í bili – því rannsóknin á Skriðu er tíma-
mótaverk í íslenskri sögu fyrir margra
hluta sakir. Hér hefur fyrir ótrúlegt lán
verið hægt að ganga að földum leifum
klausturs á síðustu áratugum kaþólsks
siðar sem gefa okkur einstakar ábending-
ar um starfsemi klaustra almennt í land-
inu, hlutverk þeirra og uppbyggingu. Þótt
lítið hafi í raun verið um leifar gripa, fáir
þeirra heillegir er uppgröfturinn heillandi
heimild um líf og starfshætti í samfélagi á
Íslandi skömmu fyrir siðaskipti og varpar
sú þekking sem nú er saman komin í bók-
inni sterkum geisla inn í aldirnar á undan
siðaskiptum.
Steinunn kýs að skrifa sögu rann-
sóknarinnar í fyrstu persónu frásögn,
færir þannig lesandann nær verkháttum
og vinnuanda, glæðir texta sem annars
væri ofurseldur ópersónulegri frásögn
nánd sem er bundin tilfinningalegri upp-
lifun starfshópsins sem hún vann með,
af veglyndi kallar hún til þátt einstakra
samstarfsmanna sinna svo lesandinn fær
skýra tilfinningu fyrir teyminu sem naut
þeirra forréttinda að komast í þetta verk-
efni. Steinunn skrifar læsilegan og skýran
stíl, á köflum er hún af nákvæmni sinni
orðmörg en lesanda verður fljótt ljóst hver
nauðsyn kallar á slík stílbrögð. Henni tekst
með miklum ágætum að sneiða hjá endur-
tekningum þó aðalkaflar og undirkaflar
geri það að verkum að hún komi aftur og
aftur að sömu efnisatriðum: líkum, bygg-
ingarlagi, gripum og lagskiptingu.
Rit hennar er mikið eljuverk og það lýsir
af textanum. Áratugur í starfsævi hvers
einstaklings er langur tími og þarf mikla
þolinmæði til að leiða svo stóran æviþátt til
lykta í ritverki. Steinunni hefur tekist það
með miklum ágætum. Verkið er ekki að-
eins bundið við uppgröftinn sjálfan og af-
leiðingar hans heldur er í riti hennar farið
vítt um í sögulegum heimildum, leitað er
margra átta til að skapa fyrir lesanda rann-
sókn sem er yfirgripsmikil og víð og skilar
ritið fyrir bragðið óvenjulega víðsýnum
sjónarhóli á sögu síðmiðalda, Austfirð-
ingar hafa hér eignast verk sem er öllu
samfélagi þar austur frá innspýting, býr
til sögulegan grunn þar sem fátt var fyrir
áður nema fyrirferðarmiklar heimildir um
Norðurlandið, Suðurlandið og Vesturland-
ið að Vestfjörðum meðtöldum.
Það er mikið gleðiefni að finna og nema
svo kirfilega unnið vísindaverk og hér er
á ferðinni. Það er engum blöðum um það
að fletta að íslensk fornleifafræði á mikla
framtíð fyrir sér ef stjórnvöld sjá sinn hag
með því að halda henni frá fjársvelti. Hér
gefur möguleika á að halda úti langvinnu
og stórfenglegu rannsóknarstarfi um
sögu byggðar sem stingur stoðum undir
almenna sögulega þekkingu jafnframt
því sem íslensk vísindi kalla til úr öllum
nálægum löndum nema og fullnuma rann-
sóknarmenn á fjölda sviða. Við höfum
tækifæri til að ná í miðaldarannsóknum
forystu sem mun nýtast okkur á marga
vegu.
Steinunn og hennar lið getur með stolti
og sæmd litið til baka á þetta langa ferli nú
þegar niðurstaða er fengin í verkið með
útgáfu Sögunnar um klaustrið á Skriðu.
Verkið mun verða drjúgt vegarnesti á
mörgum sviðum sögulegra rannsókna og
er um leið áminning um hversu brýnt er
að öllum rannsóknum á minjum úr jörð sé
lokið með yfirliti sem þessu. Ekki bara í
heftum á erlendum málum heldur með riti
sem í senn er fyrir alla almenna lesendur
sem og vísindamenn. Sú ákvörðun Stein-
unnar er þakkarverð og pólitískt rétt.
Hún á fyrir verk sitt mikinn sóma skilinn
svo fallegt sem það er í öllum frágangi og
innilegt í skilningi sínum á þeirri miklu
sögu sem gröfturinn á Skriðu leiddi um
síðir í ljós.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Heillandi rannsókn
Um helgina er barna og unglingabókahátíðin Úti í mýri haldin í
sjötta sinn í Norræna húsinu í Reykjavík, nú undir yfirskriftinni Matur
úti í mýri. Hátíðin er að þessu sinni tileinkuð mat og matarmenningu í
barna- og unglingabókum. Dagskráin verður fjölbreytt og boðið
verður upp á myndlistarsýningar, sögustundir, vinnustofur,
málstofur og fyrirlestra fyrir alla áhugamenn um bók-
menntir, unga sem aldna.
Fjölmargir erlendir höfundar leggja leið sína til landsins
af þessu tilefni og á meðal þeirra eru danski rithöf-
undurinn og teiknarinn Jakob Martin Strid og norski
rit- og myndhöfundurinn Svein Nyhus. Jakob er þekktur
hér á landi fyrir barnaljóðabókina Í búðinni hans Mústafa
og Ótrúlega sögu um risastóra peru. Sven er höfundur
bókarinnar Illi kall ásamt Gro Dahle sem kom út á ís-
lensku árið 2010. Dagskrá hátíðarinnar er fyrirliggjandi á
www.myrin.is.
Maturinn í mýrinni
Í lok þessa mánaðar er Bókamessan í
Gautaborg, Börn og bibliotek, en hún er að
þessu sinni helguð norrænum bókmenntum
með strangra lotu kynninga og funda í tilefni
af 60 ára afmæli norrænnar samvinnu.
Dagskrána má skoða í heild sinni á vef
Norðurlandaráðs: http://www.norden.org/
sv/norden-paa-bokmaessan-i-goeteborg/
program.
Þar koma fram fyrir Íslands hönd Katrín
Jakobsdóttir, Einar Már Guðmundsson,
Sjón og Anna Þorvaldsdóttir um Skype frá Ástralíu þar sem hún dvelur nú. JPV,
Sagahafes Island og Bókmenntasjóður verða með bása á messunni sem sótt er af
fjölda erlendra útgefenda og bókamönnum af ýmsu tagi. Er henni líkt við sölumarkað
í Afríku á heimasíðu hátíðarinnar en alls eiga 25 þjóðir fulltrúa á staðnum í 45 undir-
deildum. Þar verður því bæði ös og ys.
Bókamessan í Gautaborg
Útgefendum er tamt að kalla erlendar þýðingar
„metsölubækur“ hafi þær náð magnsölu ein-
hverstaðar í heiminum einsog það skipti kaup-
endur og lesendur máli hvort þeir taka þátt í
læmingjahlaupi eða ekki. Einhverja kaupendur
kann það að styðja við bókaval að skemmtisaga
hafi selst í 40 milljónum eintaka. Samkvæmt því
ættu allir að eiga eintak af Kóraninum.
Skáldsögur eftir metsöluhöfundinn Jodi Pico-
ult hafa komið ört út hér á landi síðustu ár. Þá
fjórðu las ég mér til skemmtunar á sundlaugar-
bakka á Spáni í liðinni viku – 651 síðu – í lipurri
þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Reglur
hússins er saga um sviplegt dauðsfall: ungur
þroskaþjálfi hverfur og finnst lík hennar eftir
nokkra daga. Einn skjólstæðinga hennar er
Jakob, unglingur með Asberger-heilkenni. Fjöl-
skylda hans, móðir, bróðir og fjarstaddur faðir
dragast inn í rannsókn málsins, auk þeirra eru
lögfræðingur og rannsóknarmaður frásagnar-
menn verksins. Höfundi nýtist vel unnin rann-
sókn á hugarheimi og aðstæðum þeirra sem lifa
við þessi heilkenni. Sagan er í raun krimmi og
lyktir eftir rannsókn og réttarhald eru á bjartri
nótu. Þetta er því prýðisafþreying þótt lopinn sé
nokkuð teygður og sumt fyrirsjáanlegt.
Fólk á jaðri samfélagsins er í spennusögu
Elsebeth Egholm þungamiðjan í heldur flókinni
fléttu. Hér reynist líka í forgrunni samband
móður og sonar sem er afskiptur í samfélaginu.
Alvitur höfundur situr yfir öllu saman en mest
er sagan rakin gegnum augu Dichte Svendsen
sem er vösk blaðakona og svo karríer-konuna
Francescu.
Egholm tekst að steypa saman í einn vef
býsna mörgum álitamálum og sagan er, þegar
langt er komið inn í hana, þrælspennandi en
lyktir hennar dálítið dauflegar. Það er afar
vinsælt og þægilegt nú um stundir að kenna
vistunarheimilum barna í neyð um allskyns
djöfulskap og að þeir sem þangað hafi safn-
ast til að sinna börnum hafi upp til hópa verið
perrar og ómenni. Menn vilja gleyma því að
mörg slík heimili voru sett á stofn til að bjarga
börnum frá ómögulegum foreldrum, fólki sem
misþyrmdi og misbauð afkvæmum sínum, ef
það skildi börnin ekki eftir í reiðileysi – yfirgaf
þau í höndum vandalausra. -pbb
Metsölubækurnar
sagan af klaustr-
inu á skriðu
Steinunn Kristjánsdóttir
Sögufélagið, 375 s. 2012.
með góðu eða illu
Elsebeth Egholm
Auður Aðalsteinsdóttir þýddi.
MM, 400 s. 2012.
Jakob Martin Strid.
Katrín Jakobsdóttir.
Reglur hússins
Jody Picoult
Magnea J. Matthíasdóttir þýddi
JPV, 651 s., 2012.
Áratugur í
starfsævi
hvers ein-
staklings er
langur tími
og þarf mikla
þolinmæði
til að leiða
svo stóran
æviþátt til
lykta í rit-
verki. Stein-
unni hefur
tekist það
með miklum
ágætum.
Nóatún tekur í notkun
nýja tækni sem
tryggir bestu skilyrði
fyrir ávexti og grænmeti
Aukin gæði
NÝTT á Íslandi!
Ný meðhö
NdluN tr
yggir:
meiri gæð
i og
leNgri eN
diNgu
verði þér
að góðu
H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t