Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 7
14- árg. 1.-2. blað. lEinitiiiBii Reykjavík, janúar-febrúar 1928. Röutgenstotan 1926—7. Á h ö 1 d og e n d u r b æ t u r. Þessi tvö ár liafa veriö gerðar nokkrar umbætur á tækjum til röntgenskoöunar. Háspennunetiö hefir veriö auk- iö, þannig, aö einu boröi, til sjúklingaskoöunar, mátti bæta viö. Húsrúm- ið er því orðið tilfinnanlega þröngt. Auk aukningar á háspennunetinu hafa verið útvegaðar mjög vel einangraðar leiðslur, þar sem þær korna nálægt sjúklingum (trochoskop-skoöun). Er það einkar þörf öryggisráð- stöfun. Það er aldrei of varlega farið, þar sem unniö er meö alt aö 90 þúsund volta spennu — í þröngu húsrúmi. Mikil endurbót er aö nýju, amerísku aluminium-borði — Potter-Bucky- borði, — meö tilheyrandi „stativi“, til notkunar í sambandi við Potter- ,,blænde“, sem áður var til. Hafa þessi áhöld orðið til þess aö Ijæta rönt- genmyndiraar aö stórum mun, meö því aö bægja frá „sekundær“-geislum, er vilja gera gráar og óskýrar myndir af gildum líkamspörtum. Nýja boröið kostaði rúmar 1500 krónur. Mjög óþægilegar og kostnaðarsamar bilanir urðu, á síöastl. ári, á tækj- unum til röntgenlækninganna (Induktor-áhöld). Varö óhjákvæmilegt að kaupa nýjan Induktor (sem getur framleitt 40 ctm. eldingu), og gera við þann garnla. Má nota hann til vara. Kostnaöur af þessu varð um 1800 krónur. Sérstakt áhald var fengiö til þess að geta tekiö ,,serie“-myndir, á nokk- urra sekúnda fresti, af pylorussvæði magans. Ennfremur nokkur vernd- artæki, til notkunar við gegnlýsing. — Loks var útvegaður nýr ljósskáp- ur (Forssells) til skoðunar á röntgenfilmum, stærri og að ýmsu leyti betur útbúinn, en sá sem áður var til. R ö n t g e n s k o ð u n. Skrá um þá sjúklinga, sem röntgenmyndir voru teknar af, er á þessa leið: Röntgenskoðun (diagnostik). 1926 1927 Höfuð (aðallega sin. paranasales) 44 60 Tennur ............................... 26 33 Öxl og efri útlimir .................. 109 115 Brjóstið (oftast lungun) ............. 260 257 Hryggur ............................. 130 117 Meltingarfæri (oftast maginn) ....... 129 134 Lifur .............................. 37 39 Þvagfæri (venjulega nýrun) ........... 31 26 Mjaðmargrind og ganglimir ........... 150 140 Skoðanir samtals 916 921 Sjúklingar samtals 823 793

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.