Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1928, Qupperneq 3

Læknablaðið - 01.07.1928, Qupperneq 3
IIIIIBLIOIO 14. árg. Rekjavík, júlí—ágúst 1928. 7.—8. blað Berklaveikin og berklavarnir eftir Guðm. Hannesson. Erindi flutt á læknaþinginu í Rvík. 2. júlí 1928. Þegar afráðið var, að ræða um berklaveikina á þessum fundi, þá vakti það einkum fyrir stjórninni, að fyrst og fremst væri hún stærsta heil- brigðismálið, í öðru lagi bæri nokkra nauðsyn til þess að læknar athug- uðu vandlega hvað i þeirra valdi stæði, til þess að Isæta úr þessu þjóðar- meini. Málið var ekki svo rætt sem skykli í Læknafélagi Reykjavikur i vetur og engin hreyfing til framkvæmda og endurbóta komst þá á það. Mitt hlutverk skoða ég femur að hefja umræður og gefa nokkurt yfirlit, heldur en að kljúfa þetta erfiða mál til mergjar. Það verða þeir að gera, sem mesta hafa reynslu og þekkingu í berklafræðum. f þessu máli verður mér fyrst fyrir að líta á ú 11 ö n d, þeirra reynslu og þá þekkingu, sem þau hafa að bjóða. Meginatriðin eru öllum kunn: að berklaveikin stafar ætið af berklasýklum, sem berast inn í andfæri og melt- ingarfæri, að börnin smitast oftast á unga aldri eins og sjá má á Pirquets- prófi, að veikin er skæðust hjá þjóðflokkum, sem haifa verið lausir við hana og líkist þá allajafna 'bráðri drepsótt, að sumir kynflokkar eru næmari en aðrir (Indiánar, negrar, Kinverjar), aðrir ónæmari, t. d. Gyð- ingar, að munur getur verið á næmleika dýraætta, þó af sömu tegund sé, og að þessir eiginleikar erfast á lögbundinn hátt. Af einni naggrisaætt drápust t. d. öll dýr við ákveðinn sýklaskamt, af annari aðeins 30%, þó skamturinn væri sá sami. Eitt hið eftirtektarverðasta af því, sem fræðast má um af erlendri reynslu, eryfirferð e ð a útbraiðsla v e i k i n n a r í löndunum, en því miður, er litið um skýrslur, sem ná langt aftur í tímann, þó hins- vegar sé víst, að veikin var til svö langt, sem sögur ná (Forn-Egyptar o. fl.). Jeg hefi satt að segja hvergi séð heildaryfirlit yfir útbreiðslu veikinnar nema í Svíþjóð, eftir því sem Gustav Neander segir ifrá. Saga hans er í fám orðum á þessa leið: Fyrir 1780 var berklaveiki fátíð í Svíþjóð. Eftir það fór hún sífelt vax- andi til 1860. Þá náði hún hámarki. Veikin gekk sem hægfara farsóttar- alda yfir landið, byrjaði í suðurhlutanum (Gautal>org, Stokkhólmur), fylgdi samgöngunum og breiddist síðan hægfara norður á við, en þverr- aöi jafnframt í suðurhluta landsins, svo að eftir 1860 hefir veikin í heild- inni farið jafnt og stöðugt þverrandi. Enn er hún þó ekki komin á hástig í nyrstu og afskektustu héruðunum. 80 ár var aldan að hækka og lækkað hefir hún í ea. 70 ár, þó nokkuö sé eftir enn.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.