Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Síða 7

Læknablaðið - 01.07.1928, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 93 ilin meö því aö gera Pirquets-próf á öllum skólabörnum og rannsaka aö eins þau heimili, sém senda börn meö -f P. — Þá hefir mér og fundist, að oft m.yndi það að góðu gagni koma, í ýmsum heilbrigðismálum, ef héraðslæknar hefðu einn trúnaðarmann í hverri sveit, karl eða konu, sem bent gætu á ýmislegt athugavert í sveitinni, þar á meðal grun um berkla- veiki. Að lokum er það ekki litið, sem læknir finnur sjálfur og færir í bækur sinar. En þvi fer fjarri, að starfi læknis sé lokið, þó hann afgreiði samviskusamlega berklasjúkling, seni leitar til hans. í Austurríki hefir þeirri reglu verið fylgt, að grandskoða alla heinnilismenn (ifjölskylduna) á heimilum, sem berklasjúkir koma frá. Viö rannsóknina 1926 kom þaö í ljós, að 64,5% heimilismanna (fjölskyldunnar) voru sjúkir af berklum (suffering from tuberculosis). Þar sem svo er ástatt þýðir lítið að athuga þann sjúkling að eins, sem læknis leitar og jafnvel ekki að senda hann á hæli. Slikt er kák eitt, ef ekki er annað aöhafst. En eru íslensku berkla- heimilin nokkru betri, ef farið væri að skoða þau ofan í kjölinn? Vér þurfum þá, i hvert sinn sem nýr berklasjúklingur finst, að s k o ð a a 1 1 a f j ö 1 s k y 1 d u n a, alt heimiliö og ástæður þess. 3) Þó að alt þetta væri framkvæmt, vantar þó mikið á að vel sé. Alt myndi lenda í káki fyrir því. Berklaheimilin* þurfa áframhaldandi e f t i r 1 i t, af því að ekki er ætíö unt aö uppræta veikina þar með því að einangra alla sjúka, enda er það ókleifur kostnaður. Erlendis eru berkla- heimilin heimsótt ekki sjaldnar en þrisvar á ári, allar ástæður athugaðar, leiðbeiningar gefnar og grunsamir skoðaðir. Þetta eftirlits- og leiðbein- ingastarf er þar í höndum hjálparstöðvanna og framkvæmt að miklu leyti af hjúkrunarstúlkum, sem vanist hafa því starfi. Þó héraðslæknir væri all- ur af vilja gerður, gæti hann naumast annast þetta auk annara starfa. Rekur hér að því, að hvert hérað þarf að hafa héraðsh j úkrunar- s t ú 1 k u, sem geti litið eftir berklaveikúm, þegar önnur störf kalla ekki að. í hverju læknishéraði ætti að vera nóg að gera fyrir eina hjúkrunar- stúlku, en tæpast í einstökum sóknum eða hreppum, nema því stærri séu. 4) Til þess að vinna nokkuð upp i þann aukakostnað, sem nýjar ráö- stafanir hefðu í för með sér mætti sennilega beita berklavarnalögunum á likan hátt og Stgr. Matth. leggur til: að leggja aðaláhersluna á e i n a n g r u n bráðsmitandi s j ú k I i 11 g a en þ r e n g j a a ð- g a n g að heilsuhælum og spítölum nokkuð fyrir þá, sem tiltölulega lítil hætta stafar af. Þeir yrðu þá á heimilum sínum undir stöðugu eftirliti. Erlendis er það álit sumra fróðra manna, að margir liggi á heilsuhælúm, sem ekki eru sjúkir af berklaveiki, jaifnvel alt að )/j sjúkl. Eg teldi þeim peningum eins vel varið, sem gengju til þess aö létta undir með héruðum að halda hjúkrunarstúlkur eins og til veru vafasamra og hættulítilla sjúkl. á spítölum. 5) Að húsakynni, efnahagur, almenningsf ræðsla og hverskonar menningarbætur séu mikilsvarðandi í þessu máli efa eg ekki og legg persónulega ríka áherslu á þau atriði, þótt ég telji það síöast. Eg geri það eingöngu af þvi, að þau standa að svo litlu leyti i valdi vor lækna. Þó er það all-mikill skerfur, sem einnig vér gætum lagt í þessa * Ekki mögulegt að einangra alla chroniska berklasjúklinga, sem ekki læknast á hælum. Og börn eru á öllum heimilum.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.