Læknablaðið - 01.07.1928, Page 8
94
LÆKNABLAÐIÐ
vogarskál, og þaö er oss skylt aö gera. Aö almenningsfræöslu getum vér
aö minsta kosti unniö.
Eg hefi nú stiklaö á stærstu steinunum á þessum alfaravegi til þess
að draga úr sýkingarhættu. En leiðir hann svo til annars en þess, að halda
hér við í landinu bráönæmri kynslóö, sem fyr eða síðar veröur fyrir ákafri
smitun? Úr þessu getur reynslan ein skoriö, en aðrar álitlegri leiðir þekkj-
ast ekki sem stendur, og annaö getum vér ekki gert. — Eigi aö siöur
er oss skylt að hafa vakandi auga á b ó 1 u s e t n i n g u C a. 1 ro e 11 e s,
sem er eina nýja úrræöið, sem biologi hefir bent á og ýmsir góöir menn
hafa mikla trú á. Jafnvel Robert Kochs-stofnunin (Lange og Lydtin) telja
Calmette hafa rétt fyrir sér í aðalatriðunum, þótt ekki telji þeir aö svo
stöddu rétt aö táka bólusetninguna upp alment. R. Kraus (Wien) komst
aö svipaöri niðurstöðu, telur bólusetninguna gagnlega og skaðlausa. (M.
m. W. No. 1628, p. 710).
Beinkröm.
Fyrirlestur fluttur á læknaþinginu í Reykjavík 30. júní 1928
af Níels P. Dungal.
B e i n k r ö m (rachitis) er, sem kunnugt er sjúkdómur, sem er mjög
útbreiddur um heiminn, og á mikla athygli skilið, ekki aö eins vegna þess
hve útbreiddur hann er, heldur miklu frenmr ýmsra annara hluta vegna.
Breytingarnar sem sjúkdómurinn lætur eftir sig í beinunum geta að vísu
veriö nógu alvarlegar, svo aö þaö eitt væri meira en nóg ástæða til að
vera sívakandi á verði gegn honum ; en fæstum mun vera ljós sá skaðinn,
sem vafalaust er mestur af völdum þessa sjúkdóms, nefnil. truflanirnar
sem veröa á mótstööumagni líkamans, svo aö hann má síðar viö minnu
af hverskonar áföllum og sóttum, sem fyrir kann að bera. Bronchitis og
lungnabólga myndi ekki veröa svo mörgu barni aö bana. ef beinkrömin
hefði ekki undirbúið jarðveginn áöur. Sjúkdómurinn er nefnil. alls ekki
bundinn við beinirt eingöngu, heldur er hann efnabyltingartruflun, sem
kemur meira og minna niöur á öllum líkamsvefjum, þótt hvergi séu þær
eins sýnilegar og áþreifanlegar sem í beinunum.
Viö skulum þá fyrst athuga breytingarnar, sem veröa á beinunum. í
fám orðum sagt eru þær í því fólgnar, aö kalkiö vantar aö miklu eöa
öllu leyti í beinvefinn. sem myndast meðan á sjúkdómnum stendur. Út af
fyrir sig þarf samt kalklaus beinvefur ekki aö vera nein pathologisk breyt-
ing, því aö, eins og P o m m e r hefir sýnt fram á, myndast allur bein-
vefur fyrst kalklaus, en normalt útfellist kalk í hann, svo aö hann verö-
ur fljótt aö hörðu beini. Hjá heilbrigðúm, vaxandi börnum finnast kalk-
lausir, mjóir saumar hér og hvar, en á þeim ber yfirleitt mjög lítiö. \'iö
beinkröm finnur maöur aftur á roóti kalklausan beinvef í öllum beinum,
svo langt fram yfir þaö sem eðlilegt er. Þetta er þaö sem framar öllu
ööru einkennir sjúkdóminn anatomiskt.
Einmitt j'ctta, aö kalklausi beinvefurinn finst í öllum beinum, bendir
greinilega til þess aö sjúkdómsorsökin ráðist á alla beinagrindina. Lokal