Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1928, Page 10

Læknablaðið - 01.07.1928, Page 10
96 LÆKNABLAÐIÐ aiiga me'ö æöum djúpt inn í ókalkað brjóskiö, en í mergnum er hér lítið um eiginlegar mergfrumur. Undir þessu brjósklagi tekur við mismunandi breitt lag af kalklaus- um (osteoid) beinvef, sem í byggingunni er mjög frábrugðinn eðlilegum beinvef. Svo virðist sem brjóskið, sem ekki getur kalkað, breytist meta- plastiskt í osteoid-vef, sem likist beinvef, en kalkar ekki. Innanvert við osteoid-lagið tekur við beinvefur, þar sem bjálkarnir eru þó ekki kalk- aðir nema innan i, en utan á þeim lag af ókölkuðum osteoidvef. Þessir osteoid-saumar utan á beinkjálkunum hvar sem er í beinagrindinni, eru umfram alt sérkennilegir fyrir beinkrömina. Þegar sjúkdómurinn batnar útfellist kalk í osteoid-vefinn og hann get- ur þá orðið mjög harður og þéttur (eburneation). Deilt er um það, hvort börn fæðist nieð beinkröm. Sumir þykjast hafa séð slík tilfelli, en það virðist a. m. k. ekki vera fullsannað. Venjulega fer ekki að bera á sjúkdónmum, fyr en barnið er orðið nokkurra mánaða gamalt, sjaldan verður kliniskra breytinga vart fyr en eftir 4—6 mán- uði, en þegar barnið er orðið 8—12 mánaða eru klinisk einkenni oftast orðin greinileg. Tiltölulega snemma geta farið að finnast breytingar á höfðinu, því að höfuðið stækkar íljótt fyrstu mánuðina. Höfuðið stækkar við það, að bein- ið er nagað og resorberað innan frá, en beinvef hlaðið utan á það i stað- inn. Ef nú beinvefurinn, sem utan á hleðst, er kalklaus osteoidvefur, þá kemur að því, að ekki verður nema þunn skel eftir af hörðu beini, sem auðveldlega getur brotnað ef á því er tekið, og loks geta myndast alger- lega linir blettir í hauskúpunni. Osteoidvefurinn getur rýrnað undan þrýst- ingnum utan og innan frá, svo að höfuðskelin verður ekki nema þunn himna, sem jafnvel geta dottið göt á. Einkum sést þetta á hnakkabein- inu, þar sem höfuðið verður fyrir mestúm þrýstingi utan frá. (Cranio- tabes). Auk þess senr beinin linast upp, koma þykkildi (osteofytar) á þau, einkum hvirfilbeinin, og hauskúpan getur orðið þykk og þétt, er kalk setst loks í þetta alt saman, þegar sjúkdómurinn batnar. Höfuðið getur annars borið varanlegar menjar eftir craniotalbes, þar senr höfuðbeinin fletjast út að aftan og til hliðanna, svo að höfuðið verð- ur ólögulega ferhyrnt (caput quadratum). Craniotabes er oft fyrst hægt að þekkja á fontanella mastoidea, sem við fæðingu er álíka hörð og beinin i kring, en jafnvel 6—8 vikum eftir fæðingu getur maður fundið hana lina og sveigjanlega. Fyrstu mánuðina vex brjóstkassinn líka ört, og á rifjunum finnast snemma breytingar. Geislungamótin stækka og geta sést sem upjrhleypt- ir hnúðar hver upp af öðrum (talnaband). Varlega verður samt að dætaa eftir þessu einkenni, því lítilfjörleg, finnanleg þykkildi á geislungamótun- um eru fysiologisk. Brjóstið mjókkar oft við það, að rifin fletjast út, svo að rifjahylkið líkist fuglabrjósti (pectus carinatum). Hryggsúlan getur skekst á alla vegu, bognað fram á við, aftur á við eða til hliðar. Kachitisk kyjihosis eða lordosis er oftast aukin og afskræmd fysiologisk beygja. Rachitiskan herðakistil er venjulega hægt að þekkja frá P o t t’s g i b b u s á því, að hjá sama manni eru ganglrmirnir venju- lega stuttir. sem afleiðing af beinkröminni. Breytingarnar á skaftbeinunum höfðum við að nókkuru leyti minst á,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.