Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Síða 30

Læknablaðið - 01.07.1928, Síða 30
ii6 LÆKNABLAÐIÐ arfgengt — skiliö á þann hátt, sem fram er tekiö í Lbl. 1927, bls. 144. Aörir mega úr því skera, hvort þetta samræmist skoðun próf. Ask’s eöa ekki. En þó að svo væri ekki og ég hefði á röngu að standa, breytir það engu í grein minni. Eg hefi að eins hreyft þessu, sem aukaatriði. Það iiefir eingöngu vaxið í meðförunum i þessum umræðum, af ástæðum, sem eg hefi nefnt hér að ofan. Þegar talið var, 10. febrúar 1926, voru m blindir í Færeyjum, hér um bil jafnmargir karlar og konur. Þegar ég samdi nafna- og sjúk- dómaskrá fyrir E j d e læknishérað í maí 1923, voru þar 20 blind- ir, 13 karlar og 7 konur (ekki 14 karlar og 6 konur eins og H læknir skrifar), sem sé töluverður munur. Hér sýnist vera ósamræmi. En brátt sá ég, að þessar tvær tölur nálguðust og í ágúst 1927, þegar næstsein- asta endurskoðun listanna var gerð, voru alls 14 blindir í héraðinu, 8 karlar og 6 konur, munurinn ]iá mjög lítill og nú í júní 1928 eru tölurn- ar enn óbreyttar. Hinn mikli miunur 1923 kom sennilega af tilviljun og Ejde læknishérað he'fir ]iví varla nokkra sérstöðu. í maí 1923 voru 38 manns í Ejde læknishéraði með töluverða sjón- depru á öðru eða báðum augum, og af þeim 20 blindir. H'elgi læknir undrast það, að ég skuli ekki tala itarlega um allan flokkinn — alla 38. En meðal þeirra voru að eins 13. sem skoðaöir höfðu verið af augn- 1 æ k n i, þegar fyrsta greinin birtist 1924. Eg skal ekki gleyma því að draga ályktanir, þegar ég hefi stærri tölum yfir að ráða. ad. 3. Helgi læknir skrifaði um talninguna á þeim blindu: „En litlu nær mark- inu finst mér hann vera, þótt hann biðji Pétur eða Pál um að rannsaka hálf- eða alblindingana, og flokka svo sauðina frá höifrunum, eftir því hvort þeir slampast á aö geta talið fingur í 3 metra fjarlægð, eða ekki.“ — Það er þetta, sem eg hefi kallað háð. Fingurtalning í 3 metra fjarlægð er sett við talninguna til aðgreining- ar milli blinds og sjáandi og þessa aðgreiningu notar dr. E. Holm, líka. Svo er um flestalla blinda í Færeyjum. að þeir eru gamlir og ]ió að þeir væru ekki blindir, mundu ]ieir samt sem áður flestir vera dæmdir til að- gerðaleysis vegna elli. Sameiginlegt fyrir karlmennina er það, að þeir hafa nær því allir verið sjómenn, og fyrir konurnar, að þær haifa allar unnið að innanhússtörfum. Fyrir svo óbrotinn flokk blindra þarf ekki að taka mikiö tillit til gáfnafars, fyrri atvinnu o. s. frv. Fingurtalning í ákveðinni fjarlægð er nóg til aðgreiningar. ísland hefir um langt árabil haft fastan augnlækni. Nú, ]>egar ísland hefir rúmlega 100.000 íbúa, eru augnlæknar ekki færri en 3. ísland hef- ir því, i hlutfalli við íbúatölu, nálægt því helmingi fleiri augnlækna en Danmörk. Færeyjar, sem nú hafa ca. 24000 íbúa, hafa fengið augnlæknisheimsókn 4—6 vikur hvert árið 1923. 1925 og 1927. Þetta er allt og sumt, sem Færeyingar hafa fram að færa móti hinu yfirgnæfandi augnlækna-ríki- dæmi íslands, og það er allt, sem Færeyingar hafa fengið af augnlækna- hjálp í Færeyjum seinustu 20 árin. Það, sem gert er fyrir blinda og baráttan gegn blindunni hlýtur því, vegna þessa mikla mismunar, að vera mjög mismunandi í löndum þessum. í Færeyjum verður að búa allt

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.