Læknablaðið - 01.10.1941, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ
99
svipuö meö diabetes. Leitið, og
þér nnmuð finna!
En væri nú diabetes eins sjald-
séður og dánartölurnar benda til,
mætti ætla að orsökin lægi aö ein-
hverju leyti í mataræði okkar og
lifnaðarháttum. Væri verkefni
fyrir íslenzka lækna að leysa þá
gátu.
Og þó að diabetes kunni að hafa
verið fágætur hér, má gera ráð
fyrir að sjúklingum með hann
fjölgi hér sem annarsstaðar. 'Það
gæti því orðið hlutskipti svo að
segja allra ísienzkra lækna aö
greina og meðhöndla diabetes, og
ríður þá stundum ekki síður á
skjótri diagnosis og réttri meðferð,
heldur en þó að um appendicitis
perforans væri að ræða.
í þessu erindi mínu vinnst ekki
tími til þess að ræða neitt ýtarlega
um diabetes. En eg ætla að byrja
með því, að minnast lítilsháttar á
glycosuria, gljææmia og acidosis,
en rannsókn á þessum einkennum
er eins og kunnugt er notuð til
þess að þekkja sjúkdóminn.
Glycosuria er það kallað, þeg-
ar svo mikill sykur er í þvaginu,
að hægt er að finna hann með
venjulegum kliniskum rannsókn-
araðferðum. Annars finnast jafnan
í þvagi „reducerandi" efni og má
ætla að meðal þeirra sé vottur af
drúfusykri, en það er of lítið til
þess að verka á Fehlings vökva,
eða aðra álika næma ,,reagensa“
Ef Irlóðsykur nær ákveðnu
marki, kernur sykur i þvagið.
Þvagsykurinn er kominn undir
magni blóðsykursins og nýrna-
þröskuldinum fyrir drúfusykur.
Við þennan þröskuld er skilið það
blóðsykurmagn, sem hjá einum og
sama nianni orsakar að svo mikill
sykur kemur í þvagið, að það
finnist við venjulega þvagskoðun.
Blóðsykurmagnið, sem þarf til þess
að fram komi sykur i þvagi, er
mjög mismunandi hjá ýmsum
mönnum, en hjá sama einstaklingi
virðist það vera samt við sig. Þó
er talið, að það hækki lítið eitt með
aldrinum og er oft allhátt hjá dia-
betes-sjúklingi, sem lengi hefir
gengið með sjúkdóminn. Talið er,
að glycose síist í gegnum glome-
ruli, en resorberist svo aítur í tu-
buli. Má því búast við að sjúkdóm-
ur í nýrum geti valdið nokkurri
truflun á þessari starfsemi nýrn-
anna. Sem vænta mætti er nýrna-
þröskuldur oft óeðlilega lágur við
nephrosis. Við ýmsar eitranir,
graviditas og fleira, geta lika orð-
íð breytingar. Flestir hafa glycose-
þröskuld milli 170—igo mgr%, en
hjá einstaka manni er hann mun
hærri og hjá öðrum lægri. Talið
er, að hann sé óeðlilega lágur, ef
hann er undir 140 mrgc/c. Marcel
Labbé og fleiri hafa getið um all-
marga diabetes-sjúklinga, sem
höfðu blóðsykur um og yfir 300
mgr%, án þess að sykur fyndist
í þvagi.
Til skamms tíma var talið, að
hyperglycæmia hjá diabetes-sjúk-
lingi stafaði einungis af því, að
sykurinn brynni ekki í likamanum
og safnaðist þar fyrir (passiv
hyperglycæmia). Himsworth fann
við rannsókn á diabetes-sjúklingi,
að hversu mikill sykur sem fór for-
görðum með þvaginu, þá var svo
langt frá að glycæmia minnkaði
við það. Væri sjúklingnum gefin
50 gr. af drúfusykri per os og
diuresis aukin, hafði allur sá sykur
og meira til farið forgörðum með
þvaginu eftir 4 tima, en þrátt fyrir
það var blóðsykur mun hærri en
á undan sykurgjöfinni. Sykursýk-
issjúklingur heldur því við hyper-
glycæmia ,,aktivt“, og allar líkur
til að það sé honum Iifsnauðsyn.