Læknablaðið - 01.10.1941, Page 37
LÆKNAB LAÐ IÐ
123
ingunum eftir 2—3 daga og fær þá
sjúklingurinn úr því oftast insulin
2—3 sinnum á dag.
ASgerðir á sjúklingum með syk-
ursýki reyndust áður fyrr stór-
hættulegar, en horfurnar hafa
smám saman batnað stórum, eftir
að insulinið kom til sögunnar.
Mortalitet er þó ennþá allmikiö.
Störring telur, að horfurnar séu
ekki að ráði lakari fyrir sykursýk-
issjúklinga en aðra, ef allt er rétt
í pottinn búið.
Coma diabeticum ætti sjaldan
að konia fyrir hjá sjúklingum.
sem fengið hafa sæmilega með-
ferð og ráðleggingar, nenta ef
hirðuleysi þeirra sjálfra væri um
að kenna. Samkvæmt skýrslu frá
Mayo klinikinni var orsökin til
coma oftast nær (83%) sú, að regl-
ur um mataræði höfðu verið frek-
lega brotnar, insulin ekki tekið af
einhverjum ástæðum, eða i þriðja
lagi infectiones.
Comasjúklingur þart'nast stöð-
ugs eftirlits læknis og getur með-
ferðin naumast verið viðunandi,
nema í sjúkrahúsi. Störring bendir
með réttu á, að ekki liggi minna
við að flýta því, að comasjúklingur
fái rækilega meðferð, heldur en ef
um magaperforatio væri að ræða.
Sjúklingar, sem fá rétta meðferð
þegar í byrjun, batnar að jafnaði,
nenia ef einhver banvænn fvlgi-
kvilli skyldi riða þeim að fullu.
Hafi corna staðið lengi, þegar með-
ferð hefst, verða horfurnar slæm-
ar og eftir 8—12 stundir mega þær
teljast afleitar.
Komi læknir 'til sjúklings, sem
ekki er rænulaus með öllu og get-
ur kyngt, er meðferðin næsta ein-
föld. Eru ]tá strax gefiiar 30—50
einingar af insulini undir húðina
-og siðan 15—20 einingar á tveggja
stunda fresti, þangað til acidosis
er bötnuð. Ef ekki eru tök á að á,-
kveða blóðsykur og mæla sykur-
magn í þvagi, er hyggilegt að gefa
20 gr. af sykri á undan hverri
injectio, til þess að fyrirljyggja
hypoglycæmia.
Finni læknir sjúkling í djúpu
coma diabeticum, skal undir eins
gefa 40—aoo einingar af venjulegu
insulini og er heppilegast að gefa
nokkurn hluta þess intravenöst.
Jafnframt er sjálfsagt að gefa
stimulantia (t. d. sympatol, ejthe-
drin, coramin eða coffein) og senda
sjúklinginn tafarlaust á sjúkrahús,
ef þess er kostur. Að öðrum kosti
má læknirinn ekki víkja frá sjúkra-
heðinum, því að ekki er ráðlegt að'
fela hjúkrunarkonu meðferðina.
Joslin ræður til að gefa insulin á
hálfrar stundar fresti til að byrja
með. Þeir, sem lengi hafa gengið
með diabetes, þarfnast oft mjög
stórra skammta af insulini, stund-
um jafnvel allt að 1000 einingar,
áður en þeir rakna við. Læknirinn
verður þó að hafa hugfast, að börn
og unglingar, sem nýlega liafa
veikst af dialtetes og fá coma, eru
jafnan furðu næm fyrir insulin-
áhrifum og vakna stundum eftir
aðeins 30—40 einingar: Væru þeim
gefnar icoo einingar, en hinum,
sem stóra skammta þurfa með, að-
eins 30—40 einingar, yrði árang-
urinn bágborinn.
Margir læknar, þar á meðal
Umber, gefa auk þess talsvert af
drúfusykri t'yrsta sólarhringinn. Er
hann gefinn í æð, undir húð, per
os eða jier rectum, allt aftir á-
standi sjúklingsins. Virðist það
hyg'Sf'l6? öryggisráðstöfun fyt'ir
lækna, sem ekki hafa tækifæri til
endurtekinna blóðsykurrannsókna,
að gefa nokkuð af drúfusykri,
einkum með mjög stórum insulin-
skömmtum.