Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: KRISTINN STEFÁNSSON og ÓLI P. HJALTESTED. 28. árg. Reykjavík 1942. 6.-7.thl f Framtíðarskipulag sjúkratr/gginga eftir Jóhann Sæ Erindi flutt á fundi Síöustu 50 árin liafa stór skref veriö stigin i heilbrigöismálum þjóöarinnar, eigi siður en á mörg- um sviöum öörum. Hér verður sú saga eigi rakin, en þó þykir hlýða aö athuga i megindráttum, að hve miklu leyti og á hvern hátt hið op- inbera — ríki og sveitarfélög — leitast viö aö vernda heilsu og lií þegnanna, ýmist meö heilsuvernd einni saman eða beinum aögeröum til aö lækna sjúkdóma jafnframt Slík athugun sýnir ljósast, upp úr hvaöa jarövegi löggjöfin um al þýöutryggingar er sprottin, en ja'nframt stefnuna í heilbrigðis- málum þjóöarinnar ahnennt. Skal nú fyrst litið á þær ráö- stafanir, er lúta aö heilsuvernd einni saman. Samkvæmt almennum sóttvarnarlögum er yfirvöldum æ- tiö skylt aö gera ráöstafanir til varnar þvi, aö skæöar erlendai sóttir berist til landsins, þ. e. pest. austurlenzk kólera, bólusótt, díla- sótt. blóðkreppusótt og gul liita- sótt. En samkvæmt söniu lögum er einnig heimilt aö beita opinber- um sóttvörnum gegn útbreiðslu ýmissa annarra farsótta, svo sem mundsson. L. R. 10. des. 1941. influenzu, mislingum, skarlatssótt, barnaveiki, kikhósta, taugaveiki, blóösótt, hettusótt, heilasótt. mænusótt og fleiri sjúkdómum. Séu opinberar sóttvarnir fyrirskip- aðar, ber ríkinu aö greiöa allan kostnað viö þær og heftingu á út- breiöslu sóttanna, ef þær berast á land. f Reykjavik skal vera sótt- varnarhús fyrir allt landiö, og sé þaö rekið á kostnaö ríkisins. Auk þessara varna, sem miöaöar eru við erlendar sóttir, eru í gildi sérstök sóttvarnarlög, sem beint er gegm einstökum, ákveönum sjúkdómum. Má þar nefna lög um bólusetningar, lög um varnir gegu berklaveiki, lög um einangrun holdsveikra, lög um varnir gegn kynsjúkdómum, lög um varnir gegn sullaveiki, er heimila aö tak- marka eöa banna hundahald i kaupstöðum og kauptúnum, lög um varnir gegn miltisbrandi, er heim- ila bann gegn innflutningi ósútaðra skinna og húöa, og loks lög um varnir gegn því, að gin- og klaufa- veiki (snifa) og aðrir alidýrasjúk- dómar berist til landsins. Þá má nefna ýmsar aðrar ráö-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.