Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 34
LÆKNAB LAÐIÐ 108 meö framferði við hann, sem ekki verður bót mælt. En það fór líka hér eins og í Vopnafirði, að er menn höfðu kynnst honum, varð öllum þar vel til hans. Hann varð þar ekki heldur óþarfari maður i sveit, en hann hafði verið á Vopna- firði. Beitti hann sér einnig þar fyrir mörgum þýðingarmiklum málum, ekki sízt þeim er að heil brigði lutu. Merkasta málið þar var vatnsleiðsla til staðarins, sem hann Irar mjög fyrir brjósti. Það liggur í augum uppi, að þegar menn voru farnir að kunna að meta þennan mann, þá vildu þeir gjarnan trúa honuin fyrir störfum. Hann var því i hrepps nefndum og sóknarnefndum. Sér- staklega bar mikið á störfum hans í þágu kirkjumálanna, meðan hann var á Vopnafirði. Þá var engin kirkja i kauptúninu, en hann gekkst fyrir því, að haldnar voru guðsþjónustur í barnaskólahúsinu þar, og lieitti sér fyrir, að þar væri komið upp kirkju, sem varð áður en hann fór þaðan. Hann var og maður afar söngvinn, og stofnaði hann söngflokk á Vopnafirði, og fór með hann á hátíðum milli kirkna. Þá er þess að geta, að heimili hans var rómað fyrir gestrisni og alla prýði, og þótti mönnum gott þangað að koma. Eftir að Jón fluttist til Reykja- víkur, var auðvitað allkyrrt um hann, en hann var þó ekki að- gerðarlaus. Hugur hans var allur við sönginn, aðallega kirkjusöng og sögu hans, og eyddi hann viö það flestum stundum; varð niður- staðan af þfeim rannsóknum, sem gerðar voru af góðum vilja og djúpsettum lærdómi, að hann í fyrravetur hélt nokkra fyrirlestra við Háskóla íslands um það efni. Þegar litið er á allt æfistarf Jóns læknis Jónssonar, dylst manni ekki, að með honum hefir fjölhæf- ur merkismaður gengið til moldar. Jónas Sveinsson. Somnifeneitrun á 2ja ára dreng. Hinn 22. apríl (2. páskadag) 1935 kl. 9 að morgni var ég sóttur út í skip hér á höfninni, en meðan ég var fjarverandi var hlaupið á lækningastofu mína með dreng- hnokka 2ja ára og 3 mánuðum bet- ur, sem náð hafði í somnifenglas, er móðir hans notaði, og eftir voru í 15 grömm, eftir því sem næst verður komist. Saup drengurinn úi því og kyngdi niður í einu kasti, svo eftir voru 7 grömm, þegar eft irstöðvarnar voru vigtaðar. Má fullyrða að drengurinn hafi sopiö að minnsta kosti 7 grömm af með- alinu. Barnið féll i svefnmók á leið hingað í faðmi föður síns. Kona mín tók á móti því, eii þó búist væri við mér á hverri stundu, lét hún þegar ná í lækni, Einar kollega Guttormsson, sem var að enda við að dæla úr maga barnsins, þegar ég kom heim. Eftir magaútskolun gáf- um viö því þegar coramin og cordiazol. Var barnið þegar fallið í djúpt mók og ætlaði ég að halda á þvi upp á sjúkrahús, en kona mín tók barnið og fór með það í rúmið sitt, og þótti mér að stunu leyti vænt um það, þar sem ég bjóst við að barnið ætti skannnt eftir, og ég

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.