Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 97 Um infiuenzuvírus. Eftir Björn Sigurðsson. Sjúkdómafræðin hefir á síöustu áratugum upplýst í höfuðatriöum eðli og gang flestra meiriháttar farsótta. Ein helzta undantekning- in er influenza. Á áratuga fresti geysar hún yfir stóran hluta heims og sýkir og dre])ur ógrvnni fólks. Þess á milli, á fárra ára fresti, gcngur væg flenza, sem að vísu gerir mikið tjón og dregur á eftir sér talsvert af dauðsföllum, en sem með engu móti getur talizt drep- sótt. Hvernig byrja faraldrarnir ? Hvaðan koma þeir? Er þetta einn og sami sjúkdómurinn eða ekki ? Engri þessara spurninga er hægt að svara enn sem komið er, þrátt fyrir, að sumt af ágætustu vinnu í sjúkdómafræði frá síðustu árum lú!i að þessum viðfangsefnum. Hér verður í örstuttu máli gerð grein fyrir nokkrum niðurstöðum, sem fengizt hafa. Eftir influenzuna, sem geysaði i Bandaríkjunum í lok síðasta stríðs fór að bera á sjúkdómi í svínum, sem Irændurnir kölluðu svína-flenzu (hog flu.) Þetta er æði alvarlegur sjúkdómur i svin- um cg hagar sér líkt og influenza. Gengur eins og faraldur, sem eng- inn veit hvaðan kemur, því að allt er friðsamt á milli. Shopc á Rockefellerstofnuninni í Princeton fann árið 1931. að sjúkdómurinn orsakast af vírus yrði greiddur at' opinberu fé. En þótt hann félli á hina tryggðu sjálfa, yrðu heildarútgjöldin ekki nema kr, tó—18 á hvern trygging- arskyldan mann á ári. bakteríum, sem vinna saman. Vír- usið eitt gefur litilfjörleg ein- kenni. þegar þvi er dælt inn í nas- ir svins, en bakterían engin. Sam- an orsaka þau alvarlcgan sjúkdóm með háum liita — svínaflenzu — og smita frá svíni til svíns. Bændurnir, sem þekkja svinin, segja að þetta sé sami sjúkdóm- urinn og gekk í mannfólkinu 1918, og sennilega er það rétt, því að í serum þeirra, sem þá voru fædd- ir er mótefni gegn vírusinu, en ekki i serum þeirra, sem yngri eru. — Þetta sama vírus sýkir og drep- ur mýs, sé því dælt i nasir þeirra. Árið 1933 tókst Smlth Andrews og Laidlow í Englandi að sýkja hreýsiketti (ferrels) með nasa- skolvatni frá influenzu-sjúkling- um. Sjúkdómurinn líkist influenzu — hiti og einkenni frá lungum. Þeir fundu, að orsök þessa var virus. Þetta vírus sýkir mýs og svín eftir að hafa gengið frá hreysiketti til hreysikattar nokkrum sinnurn. í serum manna eða dýra, sem hafa náð sér eftir sjúkdóminn, eru mót- cfni gegn vírusinu. Samskonar vír- us hefir síðan fundizt í nefi og koki sjúklinga í öðrum influenzu- faröldrum og i blóði þeirra mynd- ast mótefni gegn því, en það er talin nokkuð örugg bending um, að viðkomandi vírus hafi verið orsök sjúkdómsins. Lokasönnun- in er auðvitað, að hægt sé að sýkja menn með vírusi. sem flutt hefir verið frá dýri til dýrs í lengri tlma. Það hefir gengfið misjafnlega. Mest sönnunargildi lrafa tilraunir Smor- odinzeffs í Moskva. Honum tóksf að sýkja h. u. b. 40% af 72 sjálf boðaliðum. Þeir sem ekki sýktust,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.