Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 21
LÆKNAB LAÐ IÐ 95 hliðsjón aí starfsskilyrðum lækna og mögulqikum til tekna fyrir unnin verk, en einnig af embættis- alclri, lærdómsafrekum, sérmennt- un o. s. frv. Telja verður mjög varhugavert að setja læknana á full laun. Þeir yrðu misnotaðir og yrðu verri læknar. A því er enginn vafi. Hins vegar mæti gefa fólki kost á að tryggja sér fulla læknishjálp með því að setja í taxtann ákvæði um, hve hátt árgjald skyldi greiða lækni á hvern mann í heimili fyrir heimilislæknishjálp. Gæti fólk þá keypt sér slika viðbótartryggingu á frjálsum grundvelli hjá hvaða lækni sem það vildi. Skal nú farið nokkrum orðum um tryggingu á lyfjum. Lyfjanotk- un er orðin óskynsamlega mikil, og það er ekki rétt að gera fólki að skyldu að tryggja sér óskyn- samlega hluti eða örfa það til þess á neinn hátt, t. d. með opinberum styrk. Þau lyí eru mjög fá, sem eru lifsnauðsynleg. Má þar fyrst og fremst telja lifrarlyf og insulin. Hvorttveggja lyfið er við æfilöng- um sjúkdómi, og virðist í rauninni eðlilegt. að lyíjakostnaður sjúk- linga, er þau þurfa að nota, væri greiddur af fé rikisframfærslu sjúkra manna og örkumla að % hlutum, á líkan hátt og kostnaður við berklaveiki. Hyggilegt mundi vera að ákveða, að sjúkratrygg- ingarnar greiddu aðeins þau lyf, sem sagt yrði um með öruggri vissu, að kæmu að verulegu gagni og eigi væri hætta á að yrðu mis- notuð. En þessi lyf eru fá i raun- inni, og væri farið svo strangt í sakirnar, mundi lyfjakostnaður trygginganna verða mjög lítill. Erfitt er að áætla, hve mikill hann yrði. en tæplega mundi hann fara fram úr kr. 3.00 að meðaltali á hvern tryggingarskyldan mann á landinu á ári. Til þess að lækka verð þessara lyfja, væri vel hugs- anlegt að fara þá leið að heimila minni álagningu á sum þeirra en önnur lyf, og er það þegar gert þegar um insulin er að ræða. Ef þessi tilhögun yrði höfð, væri nauðsynlegt að gefa út skrá um hin leyfðu lyf, læknum og .lyfja- búðum til leiðbeiningar. Iðgjaldið vegna lyfjanna mætti innheimta á- samt lífeyrissjóðsgjaldinu, eins og önnur útgjöld vegna sjúkratrygg- inganna. Lyfsalar og læknar, sem lyfjasölu hafa, gætu fengið lyfin greidd mánaðarlega. Úti um land væri hentugast að fela það lög- reglustjórum, sýslumönnum og héraðsdómurum, sem annast inn- heimtu hvort eð er, en í Rekjavik gæti 'rryggingarstofnun ríkisins innt greiðsluna af hendi. Nauðsynlegt eftirlit með því, að eigi yrðu greidd önnur lyf en þau, sem leyfð væru, gæti Trygg- ingarstofnun ríkisins annast fyrir allt landið, og mundi fullkomlega nægja að hafa einn lyfjafræðing til þess, og þó vafasamt, hvort svo mikils þyrfti við. Það virðist eðlilegt, að Trygg- ingarstofnun rikisins færi með rekstur og eftirlit sjúkratrygginga á þessum grundvelli. Hún hefir skrá yfir alla menn á landinu, sem gjaldskyldir eru til Lífeyrissjóðs íslands á aldrinum 16—67 ára og fær árlega skrá frá sýslumönnum yfir vanskilamennina. Nú er verið að gera ráðstafanir til að tryggja fljótari og betri innheimtu, og mætti vel samræma innheimtu allra gjalda til sjúkratryggingarinnar innheimtu lifeyrissjóðsgjaldanna og hafa þau lögtakskræf í 4 ár. Vanræksla á greiðslu iðgjalda frá ári til árs mundi hafa í för.með sér missi réttinda til sjúkrahús-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.