Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1942, Side 33

Læknablaðið - 01.12.1942, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ 107 Álnig-i Jóns læknis beindist fyrst og fremst aö sócialmálum — mannfélagsmálunum. — Honum var þegar frá upphafi ljós skaö- semi ofdrykkju, sem einmitt óö hér uppi á hans heztu árurri, og liann snérist því öndverður gegn henni og gerðist góðtemplari. Þeg- ar hann kom á Vopnafjörð þótti sumum mönnurn þar, það vera fá- dæmalcgur ágalli á hans ráði, og Snérust svo illa viö þangaðkomu ltans. að rnenn vildu jafnvel ekki ljá honum húsnæði, svo að hann varð fyrst um skeið að hýrast með systur sinni i barnáskólahúsi þorpsins. Honum varð þaö þegar ljóst að læknir gæti ekkert gert af viti á svo afskekktum stað, nema hann hefði sjúkraskýli, og fór hann því að berjast fyrir að koma því upp, en það fékk engar rndirtektir, og hann fékk þvi ckki framgengt. F.kki lét hann þao samt á sig fá. heldur tók hann sjúklinga til sín í barnaskólann, |)ar sem hann bjó og stundaði þá þar, og íór svo um síðir, að þorps- búar og sveitarménn þarna sáu, að Jóni var trúandi fyrir hvort- tveggju, stjórn sjúkrahúss og sjúklingum, og eftir það stóð ekki á sjúkrahúsinu. Það er gamallt þýzkt máltæki, að það sem bændur þekki ekki, borði þeir ekki. Hafi þetta sann- ast vel nokkursstaðar, þá er það hér á landi. Landið er fullt af allskonar gæðum matarkyns, sem Iandsmenn hafa aldrei nýtt sér og nýta sér ekki enn. Það er og nokkuð misjafnt eftir sveitum hér, hvað menn leggja sér til munns. Meðal annars var það, er Jón læknir kom á Vopnafjörð, að menn kunnu þar hvorki að veiða né borða hrognkelsi, eina hollustu og beztu íslenzku fæðu, og mor- aði þó af þeim i firðinum. Þótti honum þetta sem vonlegt var illt og linnti ekki látum fyrri en hann var búinn að kenna mönnum þar að neyta þessarar vítaminauðugu fæðu, og mun það efalaust hafa bjargað mörgum mönnum frá kvillum. Um þetta skrifaði dr. Guðm. Hannesson blaðagrein á sínum tima: „Læknirinn, sem kenndi fólkinu að éta hrognkelsi". Það var lengi vel eitt versta böl hér á landi — hver veit nenta það sé það enn — að menn, sem eitt sinn lentu á sveit, komust það- an sjaldnast aftur. Það hafði þvi hið mesta siöferðigildi fyrir hvern mann, sem í kröggum lenti, að forðast þau ósköp. Þetta sá auð- vitað jafn félagshugull ntaður og Jón læknir, enda voru nokkur brögð að þessu eystra. Hugkvæmd- ist honum þá ráð til þess að foröa mönnum, sent í þrot komust, frá sveit. Kont hann því til leiðar að í héraðinu (Vopnafirði) var stofn- aður svonefndur bústofns leigu- sjóður, en úr honum gátu menn. ef svo stóð á fyrir þeim, fengið lán til þess að koma sér upp bú- stofni, ef með þvi móti mætti tak- ast að korna undir þá fótunum aft- ur, og stæðu menn i skilum við sjóðinn, eignuðust þeir fénaðinn. Er Jón læknir fór af Vopnafirði, stóð sjóður þessi með miklum blóma. Þá má telja Jóni lækni það til gildis, að hann gekkst fyrir því. að stofnað var fyrsta læknafé- lag á íslandi, meðan hann var á Vopnafirði; Var það „Félag aust- firzkra lækna“, og stóð það með góðum blóma í hans tið eystra. Vopnafjörður var erfitt hérað, og það lamaði heilsu hans. Er hann fékk Blönduóshérað, endur- tók sagan af Vopnaíirði sig aftur, því hann kom þangað í óþökk margra, og sýndu héraðsbúar það

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.