Læknablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 20
94
LÆKNABLAÐIÐ
ver nú til aö launa 50 héraSslækna,
eða rúmlega 220 þús. kr. árlega
Mætti verja því til að fullkomna
skilyrðin til sjúkdómsgreiningar,
svo sem meö því að koma upp
röntgentækjum sem víðast eða
styrkja heilsuverndarstöðvar. Ein-
hverju mætti sjálfsagt verja til
þess að lækka verð á röntgenmynd-
um, eða rannsóknum annarra stofn-
ana i almennings þágu.
Ef horfið yrði að þessu ráði
mætti hafa lækanna meiri not en
nú er á ýmsa lund. Landsmenn
skortir mjög nægilega greiðan að-
gang að tannlæknum, bæði vegna
fæðar þeirra, og einnig vegna
kostnaðar. Virðist vel gerlegt, að
tannlækningar yrðu tryggðar á
sania hátt og önnur læknishjálp.
með því að ráða alla tannlækna i
opinbera þjónustu. Tannlæknar og
tannlæknakandídatar, væntanlegi r
til starfs bráðlega. munu nú vera
um 15. Ef þeir yrðu allir fastlaun-
aðir, þyrftu iðgjöld tryggingar-
skyldra manna að hækka um kr.
1.00 á ári. til þess að hverjum yröu
tryggð 6000 kr. árslaun að með-
altali, en síðan ynnu þeir verk sín
gegn vægri borgun, sem ákveðin
yrði í hinni opinberu gjaldskrá.
Landið þarfnast enn fleiri tann-
lækna en nú er völ á. og niundi
þörfin þá fyrst koma greinilega í
ljós, ef fólki yrði á þennan hátt
gert fjárhagslega kleiít að leita
tannlæknis. Úr þessu mætti nokk-
uð bæta með því. að héraðslæknar
almennt ættu þess kost, að sækja
námskeið í tannfyllingum og ein-
földustu tannlæknisaðgerðum hér
við háskólann. Einstaka héraðs-
læknar fást nú við tannfyllingar,
og þykir fólkinu að því mikið hag-
ræði. Þyrfti það að verða enn al-
mennara.
Sú hlið J>essa máls, sem að
læknununt snýr, skal nú athuguð
nokkuð. Viö stofnun læknisem-
bættanna yrði vitanlega litið á
Jjarfir landsbúa fyrir læknishjálp
á hverjum stab, og embættafjöld-
inn sniðinn eftir þvi hvarvetna.
Læknar hefðti fullt t'relsi til að
sækja eða sækja ekki um stöðurn-
ar. Ef þrengja ætti kosti lækna
um launakjörin, hefðu ]>eir á valdi
'sínu að sækja ekki, eða segja stöö-
um sínum lausum.
Ef fleiri læknar vildu starfa i
Reykjavík t. d. en fjöldi opinberra
læknisembætta þar segði 'til um.
væri Jjeim það frjálst. Þeir mundu
fylgja gjaldskrá, er ]>eir settu sér
sjálfir. Hún yrði vitanlega miklu
hærri en gjaldskrá héraðslækna og
samkeppni viö Jjá því örðug, en
enginn gæti bannað Jreim að setj-
ast að sem starfandi læknurn. hvar
sem væri. Mundi ]>etta skiiJulag
Hklega nægja til að kveða niður
])á nauðungarhugmynd, að banna
læknum að setjast að á stöðum,
þar sem íbúaíjöldi á lækni er kom-
inn niður i kveðna tölu. Einnig er
liklegt, að ríkisvaldiö fengist loks
til að draga úr offjölgun lækna 1
framtiðinni, ef ]>essi skipun kæm-
ist á.
Það verður ekki séð, að Jretta
fyrirkomulag hafi neina sérstaka
ókosti eða hættur i för meö sér.
Dugur og álit einstakra lælcna
fengi sína viðurkenningu með Jjví,
að ]>eir hefðu mest að gera, sem
mests álits njóta. og taxtagreiðsl-
an. þótt lág væri, mundi tryggja
þeim hærri tekjur. Þótt talan 6ooc
kr. sé nefnd sem meðallaun á ári,
er þess að geta. að hún er gripin
úr lausu lofti. Til þess að hækka
meðallaun 120 lækna um 1000 kr.
þyrfti iðgjald á hvern tryggingar-
skyldan mann að hækka um rúm-
lega kr. i.^o á ári. Sjált’sagt virðist
að grunnlaun lækna væru höfð
breytileg. Mætti þar bæði hafa