Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 19
LÆKNA B LAÐ IÐ 93 sameina slíkt skipulag trygging- unum, en vel má þó vera, aö þaö tækist. Annaö skipulag virðizt miklu einfaldara, en jafnframt til þess falliö, að á því gæti risið þaö fyrirkomulag lækninganna, sem nú var lýst, með einfaldri þróun, er læknar hefðu á valdi sínu. Skipulagið er í stuttu máli það, að allir læknajr, yrðu ráðnir í opinbera þjónustu. Þeim yrðu greidd laun, hliðstæð héraðslækn- islaunum, en fjárins til að stand- ast kostnaðinn aflað með ársið- gjöldum frá öllu fólki á landinu á tryggingarskyldum aldri. Gegn þessu kæmi það, að allir lands- menn ættu aðgang að lækni gegn mjög vægri borgun samkvæmt opinberri gjaldskrá, svipað því, sem nú tíðkast um héraðslækna. Þess var áður getið, að veru- legur hluti landsmanna ætti þess lítinn eða engan kost að leita læknis gegn greiðslu eftir opin- berri gjaldskrá, og er þar átt vi_ð íbúa Reykjavíkur, Akureyrar og annarra stærstu kaupstaðanna, þar sem héraðslæknir annar ekki lækningunum til hlitar. Nær þetta til nálega 56 þúsunda af lands- búum, og eru þeir nreð þessu beitt- ir augljósu misrétti. Tæplega er gerandi ráð fyrir, að ríkið geti eða vilji taka á sig kostnaðinn við launag'reiðslur til allra lækna, en það er vel kleift á tryggingargrundvelli. Ef athug- að er læknatalið frá 1. jan. 1941 sést, að tæplega 80 læknar og læknakandidatar eru starfandi eða væntanlegir til starfs hér á næstu árum, án fastra embætta. Auk þeirra eru 50 héraðslæknar hér á landi. Tala manna og kvenna á trygg- ingarskyldualdri hér á landi mun nú vera um 72—80 þúsundir. Eí gert væri ráð fyrir, að hver greiddi kr. 10.00 sem árlegt iðgjald að meðaltali til að tryggja sér lækn- ishjálp gegn mjög vægri borgun, væru það 720—800 þús. kr., er verja mætti til að launa 120 lækna og yrðu það að minnsta kosti 6000 króna árslaun á lækni að meðaltali. Gera yrði áætlun um, hvað hæfilegt væri, að margir íbúar kæmu á lækni að meðaltali í kaupstöðunum og dreyfbýlinu, og yrðu þá ekki launaðir fleiri lækn- ar á hverjum stað en sem því svar- aði, og yrðu iðgjöld fólksins á hverjum stað sniðin eftir því. Ið- gjöldin mætti innheimta með lif- eyrissjóðsgjaldinu, og Trygging- arstofnun Ríkisins gæti til dæmis annast launagreiðslurnar til lækna án aukins tilkostnaðar. Milliliða- kostnaður yrði enginn, nema lítils- háttar laun fyrir innheimtu á ið- gjöldunum. Fyrir fólkið væri þetta mikið hagræði. Að visu hefði þetta nokkra skerðingu á réttindum í för með sér fyrir þá, sem eiga nú kost á hjálp héraðslækna gegn vægri borgun. En þau réttindi eru sérréttindi frá sjónarmiði hinna, og munar litlu, hvorir fjöl- mennari eru. En það mundi vinn- ast, að landsmenn gætu leitað læknis með sömu kjörum, hvar sem þeir væru staddir á landinu í þann og þann svipinn, og er þaö augljós réttarbót á móti. Dreif- býlið fengi fleiri lækna, og kostn- aöur við að ná í lækni mundi því minnka. Tæplega virðizt sérstök ástæða til að leyfa sérfræðingum hærri taxta en öðrum, því að sér- fræðinámið fengist greitt og verð- launað með aukinni aðsókn. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir, aö rí'kið verji framvegis svipaðri fjárhæð til heilbrigðismála og það

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.