Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 103 bencla til þess, ásamt því, sem kom í ljós viö magaskolunina í hjúkr- unarkonunum. að makaskolvatns • aðferðin geti frekar öðru orðið til þess að skera úr um diagnosuna á ýmsum „Observationstilfellum“. Þegar sjúkl. þessir voru skoðað- ir að nýju, (að meðaltali 4,9 árum siðar) kom i ljós, að 2 voru dánir (hvorugur sökum berkla). Tveir höfðu veikst af berklum (annar extrapulm., hinn pleurit exsud.). Báðir voru þá orönir heilbrigðir aftur. Hinir 4^ höfðu verið við góða heilsu. 83% voru röntgen- myndaðir og 47% magaskolaðir að nýju. i 7. kafli. 3. flokkur. 15 sjúkl. þessara virtust ekki vera með þrjósthimnubólgu af berklauppruna. Eftir að gerð hefir verið grein fyrir þessum tilfellum. var þeim sleppt. Ennfremur var talið rétt að sleppa 4 sjúklingum, þar sem telja varð brjósthimnu- bólguna algert aukaatriði í muu alvarlegri lierklaveikismynd (tub. general.). Þannig verða eftir 197 sjúkl. sem eru flokkaðir þannig: 1. Pleurit. exsud. án sjáanlegra infiltr. i lungum ............ 125 2. Pleurit. exsud. með sýnileg infiltr. í lungum ............. 72 j97 í fyrri flokknum reyndust 18 sjúkl. (= 14%) skolvatnspositivir, við fyrstu rannsókn. Svo virtist, et" athugað var sambandið milli skol- vatnsárangurs og venjulegra klin- iskra faktora, sem aldur sjúkl. réði nokkru. Þeir. sem yngri voru en t. d. 20 ára. reyndust þannig mun oftar positivir en þeir, sem eldri voru. Á'festu virðist þó skipta hve- nær magaskolað er. Því skemur sem liðið er frá sjúkdómsbyrjun, þeim mun oftar reynist magaskol vatnið positivt. Munur þessi er svo greinilegur, að vart getur verið um tilviljun eina að ræða. Engan prognosu mismun var að finna á þeim skolvatns-positivu og -negativu. Abyggilegar tölur var þó ekki hægt að fá, sökum þess hve fáir sjúkl. höfðu reynst skol- vatnspositivir. Hjá ílestum hafði pleuravökvinn verið rannsakaður og var reynl að rækta úr honum með svipuðu móti og magaskolvatninu. Tókst ekki að finna neinn greinilegan mun á þeim exsudat positivu og negativu, þó virtust hitaháir sjúkl öllu oft- ar positivir en hinir. Það sem mestu virtjst ráða var, hve exsud- atið var rannsakað snemma í sjúk- dómnum, líkt og átti sér stað um magaskolanirnar, — því fyr, þeim mun fleiri positivir. Enginn pro- gnosumunur var á þeim exsudat positivu og negativu. Þar sem ekki tókst að finna neinn kliniskan eða prognostiskan mun á þeim positivu og negativu — hvorki í magaskolvatni né ex- sudati — og mest virtist komið undir því, hve skönnnu eftir sjúk dómsbyrjun er rannsakað, eru að lo'kum ræddar líkurnar fyrir því, að flest allir hefðu reynst positivir, ef öll skilyrði hefðu verið notuð að iullu (nógu snemma og nógu oft skolað). í 2. flokki (72 sjúkl. með pleurit og sýnileg infiltr. í lungum) reynd ust 35 (= 49%) positivir við fyrstu magaskolun. Ef athugað er sam- bandið milli skolvatnsárangurs og kliniskra faktora, sést að allt ann- að virðist gilda um þessi tilfelli en hina pleuritis sjúkl. Það er hvorki aldur né hve snemma skolað er sem virðist ráða nokkru úm árangur, sem virðist fyrst og fremst undir því kominn, hve lungnabreyting-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.