Læknablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 36
Ito
LÆKNABLAÐIÍ)
Nokkur orð um Benzedrinsulfat.
Eftir Kristinn Stefánsson
Benzedrin (Amphetamin) er
fenylisopropylamin, náskylt þvi er
Pervitrin og eru þau af sama lyíja-
flokki og Ephedrin og Adrenalin,
enda svipar verkunum Benzedrins
til adfenalinverkana.
Benzedrin og benzedrinkarbon-
at eru fljótandi. Þessi efni hafa
veriS notuð í upplausnir og sus-
pensionir til nefdreypingar eSa
úöadreifingar, sem og til innönd-
unar. Þau valda staöbundnum
æöasamdrætti. Sézt hafa eitur-
verkanir slíkra lyfjagjafa sökum
of stórra skammtá, en viö innönd-
un þykjast sumir hafa séö eitur-
verkanir vegna ofnæmis.
Benzedrini sulfas er hvítt dufí,
lyktar- og bragölaust, þaö er auö-
leyst i vatni, en torleyst í vínanda.
Benzedrinsulfat örfar starfsemi
centraltaugakerfis, þannig aö menn
verða skarpari og kvikari, þreytu-
tilfinning dvínar og svet'nhöfga
léttir, en stundum fylgir svefn-
leysi. Blóöþrýstingur hækkar
venjulega um skemmri eöa jafn-
vel lengri tíma, hjartastarfsemi
veröur oft hægari og stundum
íinnast extrasystolur eöa paroxys-
mal tachycardia.
Eínaskipti hækkar gjarna lítils-
háttar og menn léttast ofurlitiö.
Toxiskir skammtar valda hyper-
exitabiliteti og svefnleysi með eft-
irfarandi clrunga, og i alvarlegri
eitrunum þarmakrömpum, haemat-
u.ria, collaps. krampateygjum og
coma.
Barbitursýru derivöt draga mjög
úr eiturverkunum Benzedrinsul-
fats. Töluverð ávanahætta fylgir
notkun lyfs þessa, og ekki óal-
gengt aö þaö sé notað sem nautna-
lyf.
Venjulega er Benzedrinsulfat
gefiö í tölum t. d. Tabl.' ampheta-
mini, sem innihalda 5 mgr. hver.
Tíðast er aö gefa 5—10 mgr.
1 sinni — 3var sinnum á dag, en
aö óreyndu verður ekki sagt hve
margar og stórar inntökur þurfi
í hverju einstöku tilfelli. Heppi1
legast er að gefa lyfið fyrri hluta
dags, svo að þaö haldi ekki vöku
fyrir sjúklingum.
Benzedrinsulfat hefur veriö not-
aö meö góöum árangri við Narco-
leþsi, \áö svipuöu ástandi sjúklinga
meö Parkinsonismus postenceph-
aliticus, og vissum tegundum
þunglyndissálsýki. Þá hefur það
veriö reynt til aö auövélda rönt-
genskoöanir á canalis intestinalis,
en með vafasömum árangri.
Varast skyldu menn að gefa
þeim Benzedrinsulfat, sem hafa
hypertension eöa sjúkdóma í ar-
teria coronaria, eöa eru í æsinga-
kenndu ástandi. Eigi má heldur
nota þaö viö eölilegri þreytu og
svefndrunga, því aö slík notkun
veldur ósjaldan ofþreytu og of-
reynslu, auk þess sem reikna verö-
ur með ávanahættunni.
Líkur eru á, að Benzedrinsulfat
sé nú þegar notaö í óhófi hér-
Iendis, og dæmi þekkjast þess, aö
menn komi samtímis meö lyf-
seöla, er hljóöi á Benzedrinsulfat
og svefnlyf. Bendir þetta til þess,
aö til séu lyfjaætur, sem vaki og
sofi á lyíjum. Ætla mætti aö þeim
hinum sömu væri hollara aö vaka
og sofa án lyíja.