Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.1946, Page 26

Læknablaðið - 01.01.1946, Page 26
14 LÆKNABLAÐIÐ æðina. Auk þcss er sjálfsagt að dæla lyfinu hægt og varlega. Ef verið er að láta saltvatn renna inn í æð, má með mjórri liolnál dæla lyfinu inn i slöng- una, sem saltvalnið rennur um. Hins vegar ráða flestir frá að blanda natriumsöltunum sam- an við þrúgusy'kursupplausn, og stórhættulegt er talið, að blanda þeim saman við plas- ma eða hlóð, sem dæla á i sjúklinginn. Mettaða upplausn af sulfan- ilamiði í sol. natr. chlor. plivsiolog. má einnig gefa und- ir húð, og komið hefir á dag- inn að %% upplausn af natri- umsöltum þolist sæmilega und- ir húð, séu þau lejTst upp í salt- vatni. Kemur það einkum til greina, þegar erfitt eða ógerlegt reynist að ná til æða. Nokkur kostur er að gefa natriumsöltin í æð. Mikið lyfja- magn verður í hlóði og likams- vessum svo að segja samstund- is, og er þvi helzt ástæða til að dæla inn lyfjum, ef mikil hætta er á ferðum. Haldi sjúk- lingur ekki sulfalvfi niðri eða geti ekki kyngt, verður lika að gripa til þess að gefa lyfið í æð eða undir liúð. Stundum fæst ekki viðunandi lyfjamagn i blóði, þó að mikið sé etið af þvi. Er þá ástæða til að gefa áhæti i æð eða undir húð. Natriumsulfadiazin er einna heppilegast til inndælingar i æð vegna þess að það skilst hægt út og endist því líkaman- um allvel. Byrjunarskammtur þess er valinn þannig, að 6 ctgr. komi á hvert kgr., ef sjúk- lingurinn hefir lungnahólgu, en 10 ctgr. (á hvert kg.) ef hann þjáist af enn alvarlegri sýk- ingu, svo sem meningitis eða sepsis. Síðan er venjulegur við- haldsskannntur tekinn inn, eins og fyrr var sagt. En sé þess ekki kostur, einhverra liluta vegna, nægir að dæla því í æð tvisvar á sólarhring, og eru þá skammtar valdir þannig, að 3 —5 ctgr. komi á livert kg. Það er einkennilegt að lyfið nýtist oftast mun betur sé þvi dælt inn í æð, og verður magn þess í hlóði að jafnaði mun meira heldur en eftir jafnstóran skannnt, sem etinn liefir verið. Af natriumsulfapyridini og natriumsulfathiazoli er byrjun- arskannntur einnig 6 ctgr. íjt- ir hvert kg. sjúklingsins. Nat- riumsulfáthiazol er illa fallið til áframhaldandi notkunar i æð, vegna þess að það skilst svo fljótt út, að illmögulegt er að viðhalda jöfnu og nægilega miklu magni þess i hlóði og líkamsvessum. Natriumsulfa- pyridin er hinsvegar nothæft, en dæla verður því i sjúkling- inn á 8 stunda fresti. Eins og fyrr er tekið fram, er sulfanilamið eina lyfið, sem gefa má pr. rectum með sæmi- legum árangri, en nýtist þó bet- ur, ef það er tekið inn. Hins-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.