Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 29
L Æ K N A B L A Ð I Ð 17 i8 áhrifamest gegn bae. Fried- lándcr. Flestir kjósa helzt sul- fathiazol gegn klasasýklum, en sulfadiazin og jafnvel sulfa- pyridin koma einnig oft að tals- verðum notum. Læknirinn verður jafnan að hafa í huga, að notkun sulfanilamiðs er all- takmörkuð. Það reynist vel gegn meningococci og strepto- cocc. hæmolytic. Verður því að gripa til sterkari lyfja, ef óvíst er um sýkilinn, en þó einkum ef grunur er um að klasasýkl- ar eða lungnabólgusýklar séu á ferðinni. . Sulfanilamið reynist þó all- vel við sýkingu í þvagfærum (coli), vegna þess að Ivfja- magnið í þvaginu verður svo mikið. Rannsóknir á Mayo- stofnuninni leiddu þó i ljós, að sulfathiazol var öruggasta lyf- ið við pyelitis og cystopyelitis af völdum bac. coli. Til eru þó colistofnar, sem sulfathiazol vinnur ekki á, og er gagnslaust að nota lyfið lon og don, ef um slíka stofna er að ræða. Kem- ur þá stundum á daginn, að það gamla og góða, en nú hálf- gleymda hexamethylentetra- min kemur að góðu haldi, þar sem sulfalyfin dugðu ekki. Aðr- ar bakteríur, sem sulfalyf vinna ekki á, geta lika valdið ."reftri í þvagi. Má þar nefna streptococcus faecalis. Ef py- nria er brálát. þarf bvi helzt að rækta og ákveða sökudólg- inn og beita liann siðan þeim vopnum, sem bezt bíta. Síðustu árin liafa súlfalyf, einkum sulfathiazol og sulfa- nilamið, mjög verið notuð í smyrsli við ýmsum húðkvill- um, svo sem impetigo contagi- osa, folliculitis o. fl. Oft reyn- ast lyfin prýðilega, en ástæða er að gæta varúðar í notkun þeirra. í New and Nonofficial Remedies 1944 er ráðlagt að nota slík smyrsli ekki lengur en 5 daga í einu. Séu þau not- uð mikið lengur, er liætta á að sjúklingurinn verði ofnæm- ur fyrir lyfinu, og getur þá svo farið, að hann þoli það ekki siðar meir, hvorki í áburð eða inntöku, hvað mikið sem ligg- ur við. Rrunsting getur um lækni, sem sjálfur notaði all- lengi súlfathiazolsmyrsli vegna þrálátrar impetigo contagiosa í andliti og á hálsi. Að visu fékk hann nokkura dermatitis, en allt fór þó vel um sinn. 2 ár- um seinna þurfti hann að nota súlfathiazol vegna bráðrar og alvarlegrar sýkingar. Brá þá svo við, að hann fékk derma- titis venenata á sama stað og hann hafði notað smyrslin áð- ur. Að sjálfsögðu varð hann að hætta við lyfið, en lengi átti hann samt i útbrotunum. Oft- ast eru þó ofnæmisútbrotin ekki bundin við það svæði, sem smyrslin höfðu áður verið bor- in á. Algengt er líka að hiti

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.