Læknablaðið - 01.01.1946, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ
19
engan veginn óhugsandi. Til-
raunadýr ]jola betur sulfalyf
ef mikið af hvítuefnuni er i
fóðrinu. Að sjálfsögðu gilda
ekki ætíð sömu reglur um
menn og dýr, en samt finnst
mér að læknar ættu að hafa
þetta í liuga og reyna eftir
niegni að fá sjúklinga, er neyta
sulfalyfja til þess að horða
mikið af hvítuefnum. Þetta get-
ur vissulega verið erfitt þegar
um fárveikt fólk er að ræða.
Iljá dýrum, sem fengið hafa
sulfalyf, finnst næsta oft eos-
inophil infiltratio í innri lif-
færum, svo sem hjarta og lif-
ur, stundum samfara frumu-
dauða (necrosis). Samskonar
hreytingar liafa ósjaldan fund-
ist hjá mönnum, sem dóu stuttu
eftir notkun sulfalvfja. Þá er
talið, að breytingar á lijarta-
rafritun, (electrocardiogram)
séu tíðar hjá mönnum, meðan
þeir nota sulfalyf. Vafalaust
batnar þetta oftast að fullu,
þegar lyfjanotkun er hætt. Hitt
er þó ekki ósennilegt, að varan-
legar skemmdirgeti orðið á við-
kvæmum líffærum eftir lang-
ar og endurteknar lyfjagjafir.
Hafa sumir læknar talið, að
hjá þessu fólki geti síðar meir
komið fram sjúkdómar, svo
sem cirrliosis liepatis og dege-
neratio mjæcardíi. Ef til vill
eru þessir læknar of bölsýnir,
en rök þeirra virðast mér þó
svo þung á metunum, að ástæða
er til að fara varlega i sakirn-
ar, og nota ekki sulfalyf nema
skynsamleg ástæða sé til.
Einna mestu máli skiptir, að
allmargir þeirra, sem nota sul-
falyf verða ofnæmir fyrir þeim
og það svo, að ekki er viðlit
að láta þá taka lyfin síðar meir.
Ofnæmi þetta kemur oftast í
ljós —10 dögum eftir að lyfja-
notkun hófst. Helztu og áþreif-
anlegustu einkennin eru liiti,
úthrot og kláði. Óvíst er enn,
hversu lengi ofnæmi þetta
stendur, en reynzla er þegar
fengin um, að það getur stað-
ið árum saman.
Áður en byrjað er að gefa
sjúklingi sulfalyf, er hyggilegt
að spyrjast fyrir um, livort
hann liafi notað þess háttar lyf
áður og livernig þau hafi þol-
azt. Hætt er við að sá maður,
sem fékk einkenni um eitrun
eftir eitthvert þessara lyfja, fái
samskonar einkenni eða enn
verri, ef hann fær sulfalyf aft-
ur. Ofnæmi fyrir einu sulfalvfi
liefir þó hvergi nærri ætíð i
för með sér ofnæmi fvrir öll-
um öðrum sulfalyfjum. Ef telja
má víst, eða leiki grunur á um
alvarleg einkenni eftir notkun
sulfalvfja og þyki bera nauð-
syn til að reyna sulfameðferð
aftur, skal velja annað lyf en
það, sem eitruninni olli. Ef ekki
liegur því meira við, ætti fyrst
að gefa 20—30 ctgr. til reynslu
og siá hvað setur næsta dægrið.
Verði á þeim tima engra óþæg-
inda vart eftir prófskammtinn,