Læknablaðið - 01.01.1946, Side 40
28
L Æ Iv N A B L A Ð 1 Ð
annað en það, sem úr vatninu
fæst.
Sumir telja, að F geti verk-
að beint á tennurnar, utan frá.
Hafa verið gerðar tilraunir með
þetta þannig að 1—2% upp-
lausn af NaF var borin á tenn-
ur fjölmargra barna, en þó að
eins öðru megin í munni; var
þetta gcrl vikuiega í 8—15 vik-
ur. Við atbugun eftir ár eða
svo virtist minni aukning vera
á tannskemmdum í þeim tönn-
um, se'm NaF-upplausnin var
borin á. Hefir ])etta verið skýrt
á þann liátt, að bein, og eink-
um glerungurinn, dragi F
mjög auðveldlega til sin. Því
fer þó fjarri, að þetta geli tal-
izt fullreynt.
Þar sem mikið er af fluor
i neyzluvatni, svo að veruleg
brögð liafa verið að fluorosis
dentium, hefir verið reynt að
ná þvi úr vatninu, en á þvi
Iiafa þó verið nokkur vand-
kvæði. En nú þykja þessar at-
huganir á gildi fluor fyrir styrk-
leika tannanna svo eftirtektar-
verðar, að mikið liefir verið
um það rætt i Ameríku a.m.k.,
að bæla F út i vatn, sem er
mjög snautt af þvi, svo að það
verði allt að 1 mg á lítra. Ilafa
verið uppi ráðagerðir um ])að
— og framkvæmd e.t.v. hafin
— að taka til samanburðar
Ivær borgir, eða allstór liverfi
í sömu borg, þar sem lítið eða
ekkert er af F i vatni og tann-
skémmdir miklar, og álíka
miklar á báðum svæðunum.
Bæta síðan F í drykkjarvatn
annarrar borgarinnar, svo að
])að verði um 1 mg/1, og atliuga
síðan hvort munur verður á
tíðni tannskennnda í borgun-
um, er frá líður. Úrslitanna
verður langt að bíða, eða um
10 ár, en fróðlegl verður að
sjá, hver þau verða.
Óneilanlega virðast talsverð
rök benda lil þess, að fluor i
bófi styrki tennurnar, einkum
glerunginn, og samræmið milli
tannskemmda og magns F í
vatni á áðurnefndum svæð-
um í Ameríku, er svo á-
berandi, að það er vissulega
freistandi að ælla, að um beinl
orsakasamband sé að ræða. En
fljótræðislegt væri þó, á þessu
stigi málsins, að ætla, að þarna
væri fundin hin eina orsök
tannátunnar, eða jafnvel hin
mikilvægasta, enda er því ekki
haldið fram af þeim, sem feng-
izt hafa við þessar rannsóknir.
Nú er ástæða til þess að
spyrja: Hvernig mundi þetta
koma heim við reynsluna hér
á landi? Þvi verður vitanlega
ekki svarað svo fullnægjandi
sé, fyrr cn hliðstæðar rannsókn-
ir hafa farið fram hér, á fluor-
magni drykkjarvatns og út-
breiðslu tannskemmda á sörnu
stöðum. En að óreyndu máli.
virðist mjög hæpið, að um sams
konar samræmi geti verið að
ræða hér, og það er greint hef-
ir verið frá. Enn sem komið