Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 8
50
LÆKNABLAÐIÐ
breiðslu og tíðni sóttarinnar
en áður.
Nú þykjast menn þó sjá, að
mænusóttin sé æfagömul í hett-
unni, því að til eru heimildir
langt aftan úr forneskju um
fatlaða menn, er að öllum lík-
indum hafa borið menjar henn-
ar, og i ritum Hippokratesar
er meira að segja getið löm-
unarfaraldurs á eynni Thaos.1)
Svo má heita, að mænusótt-
ar verði vart nú á dögum um
allan heim, en talið að meira
bcri á henni i tempruðu belt-
unum en annars staðar, annars
er hún mjög mistíð í hinum
ýmsu löndum, t.d. virðist ó-
venju mikið um hana í Banda-
ríkjunum, Svíþjóð og á Is-
landi. — Margt er enn á
huldu um smithætti og or-
sakir til faraldra og er hátta-
lag sóttarinnar í ýmsu hið
kynlegasta. Má því telja ekki
ófróðlegt að athuga gang veik-
innar og útln’eiðslu hér á
landi eftir þeim upplýsingum,
sem skráðar eru í heilbrigðis-
skýrslum.
1 heilbrigðisskýrslum 1911—
lí)20, er Guðmundur Hannesson
tók saman, er yfirlit yfir fjölda
skráðra mænusóttarsjúklinga
1) í cnskri þýðingu skv. Ilutchin:
„(iuring 'winter, paraplegia set in,
and attacked many, and some died
speedily; and otherwise the disease
prevailed much in epidemic form,
but persons remained free from all
other diseases.“
(bls. LXXVI) frá 1904 og hefur
höfundur sj’nilega kannað
skýrslur héraðslækna a. m. k.
frá 1903, en í prentuðum
skýrslum fyrir þann tíma (frá
1896) er mænusóttar aldrei get-
ið. Fram til 1928 er sjaldan
getið aldurs sjúklinga eða
sýkingarmánaðar í heilbrigðis-
skýrslunum og hef ég því leit-
að viðbótar upplýsinga i árs-
skýrslum héraðslækna.
Guðmundur Hannesson
(Hbrsk. 1911—20 bls. LXXVI)
telur að mænusóttar sé í fyrsta
sinn getið í skýrslum lækna
hér á landi 1904, en þá kom
upp faraldur í Reykjavík. Tel-
ur hann þó víst, að veikinnar
hafi orðið vart hér á landi
löngu fyrr, m. a. hafi hér-
aðslæknir á Akureyri séð
sjúkling með lamanir eftir
hana nokkru fyrir aldamót, og
hafði hann þá gengið með þær
árum saman. Munu og
ýms fleiri slík dæmi kunn af
lýsingum, þótt ekki verði
rakið hér, og þótt hvorki
Schleisner eða Finsen minnist á
poliomyelitis anterior, sem
varla er von á þeim tíma, eru
á skrám þeirra talsvert marg-
ir sjúklingar með lamanir.
Á skrá Schleisners, sem tekin
er saman eftir skýrslum nokk-
urra lækna um 20 ára skeið
(en Schleisner kom hingað til
lands 1847), eru 27 af 2523
sjúklingum taldir hafa para-
lysis, er hann að vísu segir