Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 18
60 LÆKNABLAÐIÐ TAFLA IV Aldur mænusóttarsjúklinga 1904—1930. Aldur 0-1 1—4 5-14 15- -65 Alls árs M K 1924 a) fjöldi h) % 16 3,5 132 28,7 185 40,3 72 15,7 54 11,8 459 1905—1930 a) fjöldi h) % 28 5,1 151 27,6 210 38,4 84 15,4 74 13,5 547 hámarki í 3. viku, dvínar síð- an ört og cr enginn sjúkling- ur skráður í 6. viku, síðan rís aftur smáalda með hámarki í síðustu viku september, en eftirstöðvarnar ná fram í nóv- ember, má telja, að aðalfar- aldurinn gangi yfir á 2 mán- uðum. Seinni faraldurinn er talsvert stærri. Hann hefst í nóvemberbyrjun, nær hámarki í fyrstu viku desember en lækkar svo ört í fyrstu og er að mestu um garð genginn eft- ir 12-13 vikur, þótt enn séu um rúmlega mánaðarskeið skráðir nokkrir nýir sjúklingar. I bæði skiftin rís aldan lítið eitt á ný í 9. og 10. viku. Að því er séð verður af mánaðar- skýrslum, virðast og hinir meiriháttar faraldrar í öðrum héruðum að jafnaði standa yf- ir í 2—3 mánuði og líklega oftar nær 2 mánuðum, en eftir- hreytur standa oft nokkru leng- ur. Enginn af landsfaröldrunum hefur gengið eins ört yfir og faraldurinn mikli 1924. Hann hefst svo að segja samthnis í öllum þeim héruðum, þar sem mest brögð voru að hon- um, nema í Blöndós- og Sauð- árkrókshéruðum. Er engu lík- ara, en að smitið hafi flutzt í sömu ferð (skipsferð?) til Vestfjarða (Patreksfj.), Siglu- fjarðar og Akureyrar, Húsa- víkur og Dalvíkur og nær- liggjandi sveita, en síðan frá' þessum stöðum til Skagafjarð- ar og Húnavatnssýslu. Aðrir faraldrar hafa farið hægar milli héraða, 4. mynd sýnir t. d. hvernig faraldurshylgja þokast frá Akureyrarhéraði austur á bóginn 1935, en áður hafði mænusóttin verið i Skaga- firði og Húnavatnssýslu. Á líkan hátt færðist mænusóttin frá Reykjavík austur um sveitir 1946—47; mundi slíkt ferðalag sennilega koma betur í ljós, ef til væru vikuskýrsl- ur.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.