Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1948, Side 25

Læknablaðið - 01.09.1948, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 67 'virtist meðgöngutíminn oftast 'vera innan markanna 7—14 <laga, kemur það vel heim við reynsluna hérlendis og er einn- ig í samræmi við sýkingartil- raunir á öpum (Casey 1942). Frávik munu þó geta orðið allveruleg einkum til hægri, og er þannig talið, að stundum geti meðgöngutíminn farið yf- ir 3 vikur. Um einn sjúkling er þess getið, að virus hafi fundizt í saur hans á 6. degi eftir smitun, en þó veiktist hann ekki l'yrr en á 25. degi (Am. Orthopæd. Assoc. 1946). Samkvæmt eldri heimildum erlendum hefur mænusóttin verið eindreginn barnasjúk- dómur. Þannig telur t. d. Ros- enau (1935), að 65% sjúkl- inga séu innan 5 ára og 95% innan 10 ára aldurs, en þetta hefur þó breytzt í sömu átt og hér, og er nú talið að í Ameríku sé ekki nema 60% innan 10 ára og 80% innan 15 ára (Am. Ort. Assoc. 1946). Hér á landi hefur aldur sjúkl- inga alltaf verið miklu hærri eins og áður var sýnt. Það gat virzt ekki ósennileg skýring, að í þéttbýli erlendis væri væg smitun, er leiddi til ónæmis miklu algengari, og því yrðu börn og unglingar þar fljótt ónæm með aldrinum. En þá mætti ætla, að þannig fengið ónæmi yrði æ algengara einn- ig hér á landi, eftir því sem meiri brögð eru að mænusótt- inni og að aldur sjúklinga færi þá lækkandi í stað þess að hækka æ meira. Talið er að mænusóttinni fylgi að jafnaði varanlegt ó- næmi, en þó kemur það fyrir, að menn fái veikina öðru sinni. Sennilegt er, að fjölda margir verði ónæmir af völdum vægr- ar smitunar, svo vægrar, að engan grun hafi gefið um mænusótt. Ef unnt væri með einfaldri prófun að greina hina næmu frá hinum, sem ónæmir eru, mundu rannsóknir á hátta- lagi veikinnar auðveldast að mun, en því er ekki að heilsa; að vísu má sýna fram á mynd- un mótefna með dýratilraun- um, en það verður ekki gert í stórum stíl. Hvort svo mik- ill munur sé á virusstofnum, að memi geti verið ónæmir gegn einum en næmir fyrir öðrum, eins og t.d. er um influenzu, verður ekki sagt að svo stöddu, en það mundi gera málið enn flóknara. Þrátt fyrir miklar rannsókn- ir, eru menn enn varnarlitlir gegn mænusóttinni. Venjuleg- ar sóttvarnarráðstafanir duga lítið að því er séð verður, enda líkur til, að heilbrigðir beri oft veikina og að sjúklingarnir geti smitað frá sér áður en þeir veikjast. Ekki virðist mik- ils árangurs að vænta af sam- komubanni eða lokun skóla. Margir telja rétt að einangra sjúkl. í 3 vikur eða lengur og er

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.