Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 79 sem dóu í Rv., að hafa verið úr öðru héraði, til þess að jafna metin. Skortur á ljósmæðrum. Skv. Hbrsk. 1944 telur höf. fjölda Ijósmæðra í Reykjavík 16 og fæðingar 1355 (skv. töflu XIII 1348) og komi því 85 fæðingar á hverja ljósmóður, en það telur hann allt of mikið, því að 60 ættu að nægja, ef öllum ætti að gera góð skil. Hér er þó þess að gæta, að talsverður hluti fæðinganna eða ná- lægt 600 munu hafa farið fram á fæðingardeildinni, en þar munu starfa 2 af þessum 16 ljósmæðrum. Skal ég ekki leggja dóm á það, hvort of mikið sé lagt á ljósmæður fæðingardeildarinnar (þar munu þó fleiri til aðstoðar), en á hinar 14 Ijósmæður hér- aðsins koma þá varla nema rúml. 50 fæð. á hverja og ætti það ekki að vera þeirn ofviða. Mæðradauði (banamein, er stafa af barnsþykkt eða barns- burði, Nr. 140—150 á dánar- meinaskrá). Mæðradauðann segir B. .1. 2—3 sinnum hærri hér en í Englandi, því að hér hafi hann verið 2,7—4,5 af þús- undi miðað við fædd börn ár- in 1940—44, en í Englandi 1,5 1,9 árin 1944—’46. Lægsta talan hér á þessum árum var raunar 2,0 (1940) miðað við 1000 lifandi og andvana fædd hörn og hin hæsta 4,8 (1941), en það skiptir ekki miklu máli í Jiessu sambandi. Árin 1936—1940 var meðal- tal mæðradauðans hér á landi 2,4%0 og mun þá óvíða hafa verið lægri; í Englandi var hann þá 3,24%. A 5-árabilinu 1940— 1944 var hann um nokk- ur ár óvenjulega hár hér á landi og var meðaltalið þá 3,2%0 en í Englandi var hann 2,4%0 á þessu tímabili að meðaltali;1) næstu tvö árin mun hann hafa verið um 2%0 hér. Er munur- inn því ekki mikill, þegar þess er gætt, að árssveiflur geta á- vallt orðið talsvert miklar hér vegna fámennis, og það svo, að 5 ára meðaltöl nægi ekki til að jafna þær.Skal þó ósagt látið um það, hvort hin ó- venjulega hækkun á árunum 1941— 43 (einkum 1941) verði skýrð á þann hátt. En vel má taka undir það með höf., að mæðradauðinn ætti að geta lækkað enn hér á landi; má í því sambandi benda á það, að ungbarnadauðinn hefur um langt skeið verið og er enn tals- vert lægri hér en í Englandi. Að lokum vil ég taka undir það með B. J., að drátturinn á útgáfu mannfjöldaskýrslna Hagstofunnar er mjög haga- legur. 1) Skv. heilbrigðisskýrslunum ensku, Ministry of Health: Publ. Health during tlie 6 years of war., en þær ná aðeins til órsloka 1944.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.