Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 32
74
getur einnig orðið hörmuleg,
ef sjúklingar þurfa lengi að
biða eftir sjúkrarúmi í lyflækn-
isdeild. Meðferð ýmissa lyf-
læknissjúkdóma er oft ófram-
kvæmanleg utan sjúkrahúss og
sjúkdómsgreining verður að
sjálfsögðu öruggari i vel út-
búnu sjúkrahúsi, heldur en á
viðtalsstofu læknis. Margra
vikna eða mánaða bið, eftir
sjúkrahúsvist og öruggri sjúk-
dómsgréiningu, verður því
stundum afdrifarík og getur
jafnvel kostað sjúklinginn lifið.
í>ess konar dæmi eru nærtæk:
Grunur er um byrjandi ill-
kynjað æxli, en erfitt eða ó-
framkvæmanlegt að fá úr því
skorið i tæka íío, nema helzt
í vel útbúnu sjúkrahúsi.
Þá má benda á, að sjúlaa-
hússkorturinn veldur oft herl'i-
legu misrétti. Þeir sjuklingar,
sem eru svo heppnir að komast
í sjúkrahús fá t.d. ponicillin-
meðferð að fullu greidda af
Sjúkrasamlagi Reykjavikur,
en aðrir, sem engu síður þurfa
á slíkri meðferð að halda, greiða
stórfé fyrir hana í heimahús-
um.
Þá er þess að geta, að sjúkra-
hússkortur leiðir oft til óþarfa
harmkvæla fyrir sjúklingana
og vinnutaps, sem þrásinnis
veldur efnahagslegu hruni, svo
að sjúklingarnir, eða skyldu-
lið þeirra, neyðast til að leita
á náðir bæjarfélagsins.
Sumir virðast hafa haldið
1
LÆIvNABLAÐIÐ
fram þeirri firru, að 300 al-
menn sjúkrarúm ættu að nægja
Reykjavík, en það mun vera
tala almennra sjúkrarúma í
höfuðstaðnum, eins og sakir
standa. Nokkuð mjmdi bætt
úr brýnustu neyð, ef öll þessi
sjúkrarúm kæmu i hlut Reyk-
víkinga, en svo er nú alls
ekki. 1 fróðlegri grein, er Páll
Sigurðsson læknir reit í Heil-
brigt líf 1946, getur hann þess,
að 1943 hafi utanhéraðs sjúkl-
ingar og innanhéraðsberkla-
sjúklingar tekið upp rúm 40%
af legudagafjöldanum í al-
mennu sjúkrahúsunum í
Reykjavík, og í St. Jósefs-
spítala nam legudagafjöldi
þessara sjúklinga rúmlega 42%.
Árið 1946 var legudagafjöldi
utanbæjarsjúklinga í St. Jósefs-
spítala 35%, en ca. 40% ef inn-
anhéraðsberklasj úklingar eru
taldir með. 1 Landspítalanum
liggja að sjálfsögðu margir
utanbæjarsjúklingar og er
eðlilegt að gera ráð fyrir, að
þeir leiti öllu meira þangað en
í St. Jósefsspítala. Árið 1946
voru samtals 463 sjúklingar i
Lyflæknisdeild Landspítalans.
Af þeim voru 179 taldir utan-
bæjarsjúklingar eða tæplega
39%. Sjúklingar úr Seltjarnar-
nes- og Kópavogshreppum eru
þó hér taldir með Reykvíking-
um, svo að í raun og veru var
tala utanbæjarsjúklinga nokkru
hærri. Þess ber einnig að gæta,
að utanbæjarsjúklingar þarfn-