Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 38
80
LÆKNABLAÐIÐ
IJr erlendum læknaritum.
Nýjar leiðir í meðferð ofdrykkju.
Antabus er tetraætyltiuramdisul-
fid. Framkvæindar voru þvagrann-
sóknir, lifrarstarfsprófanir, blóð-
talningar og lijartarit tekin á 300
sjúklingum, sem fengið höfðu lyfið í
lengri og skemmri tima, allt að niu
mánuðum, án þess að nokkurntima
fyndust sjúklegar breytingar.
Allt að tveggja gr. dagskammtur
veldur engum óþægindum, en eí'
neytt er áfengis, jafnvel í mjög smá-
um mæli, koma ávallt óþægindi:
roði í andlit, hitatilkenning, hraður
hjartsláttur, ógleði og stundum upp-
köst. Þessu er samfara mikil óþæg-
indatilkenning. Óþægindum þessuni
veldur acetaldehyd, sem myndast
við alkoholbrunann í fóllci, sem
fengið hefir lyfið.
Óþægindin standa i %—4 klukku-
stundir. Þegar áfengið er farið úr
líkanianum nær sjúklingurinn sér
að fullu aftur. „Ofnæmið“ fyrir alko-
lioli byrjar nokkrum klukkutimum
eftir neyzlu lyfsins, og helzt venju-
lega að einhverju leyti í marga daga.
Sjúklingur fær í byrjun 150—200
ctg. af antabus. 75—100 ctg. að
morgni næstu daga. Honum er skýrt
frá því hvernig fari ef hann bragði
áfengi, en jafnframt sagt að fá sér
nokkur glös lieima hjá sér að kveldi
þriðja dags. Ef sjúklingur varð illa
haldinn er leitað eftir hæfilegum
„viðhaldsdosis", þannig að aðeins
komi fram byrjunareinkenni eftir
neyzlu áfcngis. Skammturinn er
venjulega 50—75 ctg. að morgni.
Sjúklingurinn er varaður við lyfjum
sem alkohol er i.
Ef búast á við góðum árangri,
verður læknirinn að láta sjúkling-
inn koma til sín við og við til skrafs
og ráðagerða, hjálpa honum þjóðfé-
lagslega og vera í sambandi við að-
standendur hans. Þá hefur „Alco-
holics anonymous“ hreyfingin gef-
izt vel.
50 fyrstu sjúklingarnir hafa verið
til meðferðar í G mánuði eða meira.
Margir ])eirra voru mjög illa farnir,
t. d. liafði 21 verið á sjúkrahúsum
einu sinni eða oftar til „afvötnunar“
með mjög litlum eða enguin árangri.
Eftir notkun antabus höfðu 35 náð
sér að fullu eða voru miklu betri .15
hættu við lyfið af ýmsum orsökum.
O. Mortensen-Larsen.
Ugekrift for Læger, 110. árg. no. 43.
21. okt. 1948.
J. B.
Pneumonectomia á barni.
f Nord. Med. nr. 19, 1947, bls. 1092,
er sjúkrasaga, frá lungna-skurðdeild
Eyrarsundsspitalans í Kaupmanna-
höfn. Skýrt er frá dreng, sem vinstra
lungað var tekið úr, þegar hann var
1 árs og 9 mánaða gamall. Sjúkdóm-
urinn var meðfætt blöðrulunga. Að-
gerðin var gerð í janúar 1946, og
er þetta þá talinn vera yngsti sjúk-
lingurinn, sem lunga liefir verið
numið burtu úr. Ári síðar var dreng-
urinn frískur, ekki mæðinn, engin
aflögun á hrygg, lék sér eins og
aðrir jafnaldrar lians.
Ó. G.
Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er i Félagsprentsmiðjunni h.f.,
Reykjavik. Sími 1640. Pósthólf 757.
FélagsprentsmiÖjan h.f.