Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 55 fleiri veiktust greinilega í Hornafjarðarhéraði 1905 en þeir 5, sem hér eru taldir (sbr. töflu I), og í Akureyrarhéraði eru 1914—15 skráðir aðeins 8 sjúklingar, líklega aðeins þeir, er fengu lamanir, þvi að starfandi læknir þar (V. Steffensen, 1938) kveðst seinna hafa séð 10 sjúklinga í þessum faraldri og fengu 5 lamanir. Svipuð vanhöld eru að vísu einnig sýnileg síðar, en gætir þó sennilega minna. Á tímabilinu milli þessara faraldra, þ.e. um 8 ára skeið, eru engir sjúklingar skráðir. Næstu 8 árin eftir seinni far- aldurinn eru og ýmist engir eða 1—2 sjúklingar skráðir á ári, en svo kemur stóra bylgjan 1924, og hafa enn ekki verið skráðir jafnmargir sjúklingar á einu ári. Eftir að þessi mikla alda dvínar, koma hinar næstu 1935—36 og 1945—47 (hin síð- ari greinist þó í tvennt eins og sjá má af töflu III), eru milli- bilin lík að lengd og áður, en eru nú ekki lengur eins hrein, því að smærri bylgjur má greina 1932 og 1938 og öll árin, að einu undanskyldu, eru sjúkl- ingar skráðir einhversstaðar á landinu. Tafla I gefur yfirlit yfir- fjölda mænusóttarsjúklinga, sem skráðir eru árlega í hverju læknishéraði frá 1904—1947. Er mjög ábex-andi nnmur á einstökum héruðum og meiri en svo, að kennt verði ófullkom- inni skráningu eða mismun á fólksfjölda. Oftast er veikinnar getið í Sauðárkrókshéraði; eru þar skráðir sjúklingar 16 ár af 24 á tímabilinu 1924—47. Næst koma Reykjavíkui'- og Blöndu- óshéruð með 12 og 11 skrán- ingai'ár á sama tímabili, þá Húsavíkux’- og Rangárvalla- héruð með 8 o. s. frv. 1 5 hér- uðum (Flateyjar, ögui', Reykja- fj., Þistilfj. og Fáskrúðsfjai’ð- ar) hafa sjúldingar aðeins ver- ið skráðir eitt ár frá upphafi. Vii'ðist skv. þessu að frá 1924 hafi mænusóttin verið einna mest viðloðandi í Skagafii’ði, þó að fleiri sjúklingar samtals hafi verið skráðir í öðrum héruðum, einkum norðanlands. TAFLA II Skráðir sjúklingar 1904-1947 Mannfjöldi 1935 Reykjavík 349 34642 Suðui'land 339 21877 Vesturland 300 22613 Norðurland 1086 26602 Austurland 120 10136 Sanxtals 2194 115870 Suðurland: Siðuliérað — Álafoss- hérað.. Vesturland: Borgarfj. — Hólma- víkurhérað. Norðurland: Miðfjarðar — Þistil- fjarðarliérað: Austurland: Vopnafj. — Ilorna- fjarðarhérað.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.