Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 34
76 LÆKNABLAÐIfl spítalinn yrði jafnan stækkaður eftir því sem þörf borgarbúa krefur. Og þó að Reykjavík legði fram fé til þessara fram- kvæmda myndi slíkt fyrirkomu- lag leiða til stapps og árekstra og vera þungt í vöfum, auk þess sem aldrei yrði bætt úr sjúkra- bússkortinum svo viðunandi væri. Reynslan af sameiginleg- um byggingal'ramkvæmdum ríkis og Reykjavíkur virðist heldur ekki góð, og eigum vér þar við Kynsjúkdómadeildina, sem er ómyndarkríli og Fæð- ingardeildina, sem fróðir menn telja að ýmsu leyti gallaða, að því ógleymdu, að ótrúlegur seinagangur hefir verið á smíði þeirrar byggingar. Það verður líka að teljast óheppi- legt að ríkisvaldið hafi þar tögl og hagldir. Þó að gengið sé út frá því að til Landsspítal- ans réðust jafnan færustu læknarnir, sem þó engan veginn er víst, myndi slíkt fyrirkomu- lag verða eðlilegri þróun fjöt- ur um fót. Læknisfræðin er orðin svo yfirgripsmikil, að enginn getur aflað sér þar fyllstu menntunar, nema á mjög takmörkuðu sviði. Hing- að koma árlega sérfræðingar, sem með ærnum kostnaði liafa aflað sér haldgóðrar menntun- ar i ýmsum greinum læknis- fræðinnar. Fæstir þeirra hafa aðgang að sjúkrahúsi og notast því ekki þekking þeirra nema að nokkru leyti. Það virðist eðlilegt, að ríkið styrki bygg- ingu bæjarspítala hér sem ann- ars staðar, en Reykjavík hafi siðan veg og vanda af honum. Sumir forráðamenn bæjar- ins munu hafa haldið því fram, að Reykjavík bæri ekki lagaleg skylda til þess að sjá íbúunum fyrir sjúkrahúsum. Vér fáum ekki betur séð, en að bæjar- og sveitarfélögum beri, sam- kvæmt gildandi lögum um sjúkrahús (No. 30, 1933), að hafa forgöngu um stofnun og rekstur nauðsynlegra sjúkra- húsa, og að ríkinu beri sam- kvæmt lögum No. 33, 1945 að greiða bæjar- og sveitarfélögum allt að tveim fimmtu kostnað- ar við að reisa almenn sjúkra- hús. Ef framlag Reykjavíkur til sjúkrahúsa er borið saman við ýmis bæjarfélög hér á landi (Patreksfjörð, Isafjörð, Siglu- fjörð, Akureyri, Seyðisfjörð og Vestmannaeyjar), þá verð- ur hlutur höfuðborgarinnar- langsamlega rýrastur. Ætti það því að vera höfuðstaðnum metnaðarmál að reka af sér slyðruorðið. Reykjavík er orð- in svo stór, og að ýmsu leyti myndarleg borg, að það er blátt áfram hneisa, að hún skuli ekki eiga veglegt sjúkrahús. Hvítabandið og Farsótt koma ekki til greina í þessu sam- bandi. Frá sjónarhóli lækna er það siðferðisskylda Reykjavíkur-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.