Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 36
78 LÆKNABLAÐIÐ munu þær tölur því teknar úi töflum XIV í Hbrsk., en það eru skýrslur um læknishjálp við fæðingar. Skv. þessum skýrslum telst mér svo til, að á árunum 1940—44 hafi læknir verið viðstaddur 4551 fæðingar samtals í Reykjavík og 133 börn dáið (ekki 143) eða um 29 miðað við 1000 fæðingar, en i hinum kaupstaðahéruðun- um fjórum (Hf., Isaf., Ak., Vestm.) hafi læknir verið við 1242 fæðingar og 34 börn hafi dáið eða um 27%0. Munurinn er imnni en svo, að mark væri á takandi, þó að grund- völlurinn væri traustur. Höf. mun hins vegar af vangá hafa miðið tölu barna, sem dóu slcv. töflu XIV, við tölu fæðinga skv. töflu XIII og af því staf- ar mesta skekkjan. En hvað merkir svo þessi dálks fyrirsögn í töflu XIV Hbrsk.: „Börn dóu“? Óneitan- lega sýnist eðlilegast að líta svo á — eins og höf. virðist hafa gert — að þar sé átt við börn, sem deyja af völdum fæðingar og þá að jafnaði strax að henni lokinni eða a. m. k. fáum klt. síðar, og væri að vísu erfitt að setja þar glögg mörk. Við nánari athugun sést þó, að því fer fjarri að slík greining geti átt við. Árin 1940—44 er saman- lagður fjöldi þessara barna sem sé 255 — og ná þessar skýrslur (t. XIV) þó aðeins til ca. 55% allra fæðinga — og mun láta nærri, að það svari til tölu allra þeirra barna, sem dóu innan eins mánaðar frá fæðingu á þessu tímabili, því að alls dóu þá 552 liörn á 1. ári (skv. Hbrsk.), en nýfæddra dauðinn (dánartala 1. mán.) hefur verið um 40—45% ung- barnadauðans. 1 ljósmæðrabók- unum segir að vísu að í dálk- inn „Börn dóu“ skuli skrá „dánardægur ef barnið deyr áður en yfirsetukonan skilur við konuna eftir fæðinguna“, en sýnilega eru þarna oft tal- in börn, sem deyja þó að mán- uður eða meira sé liðið frá fæðingu, og er varla von að höf. hafi varað sig á þessu, þar eð hann hefur ekki haft önnur gögn við hendina en heilbrigðis- skýrslurnar. Þessi skráning gef- ur því engar upplýsingar um það, hve mörg börn deyja af völdum fæðingar og mætti gjarnan leggjast niður. Samkvæmt töflum XIII telst mér svo til, að 14 konur hafi dáið af barnsförum í Reykja- vík (líklega allar á fæðingard.) á árunum 1940—44 og er það um 2,5 miðað við 1000 læð. eftir sömu töflum, en í hinum kaupst. eru 2 konur taldar dánar á sama tíma eða 0,85%0 og er munurinn um það bil 3 faldur. En annars er, eins og áður var sagt, ekkert á þess- um samanburði að græða, því að ekki þurfa margar konur,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.