Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 14
56 LÆKNABLAÐIf) Auðsætt er, að langmest hef- ur borið á veikinni norðan- lands, þótt einnig þar sé tals- verður munur á héruðum, kem- ur þetta greinilega fram í töflu II, þar sem fjöldi sjúklinga á öllu tímabilinu cr flokkaður eftir landsfjórðungum, að öðru leyti en því, að Reykjavíkur- hérað er talið sér, en ekki með Suðurlandi. Næstum því helm- ingur allra sjúklinganna eða 1086 af 2194 eru á Norðurlandi þótt mannfjöldi þar nemi ekki fjórðungi íbúatölu alls landsins. Fæstir eru hlutfallslega skráð- ir í Reykjavík og þá á Austur- landi, en annars er munurinn á landshlutunum, öðrum en Norðurlandi, ekki meiri en svo, þegar miðað er við fólksfjölda, að vafasamt er, hvort mark sé á takandi, því að sýnilega er skráningin víða mjög ófull- komin og illa samræmd, sem von er til. Munu sumir lækn- anna, einkum framan af, aðeins telja þá, er greinilegar lamanir fá, en aðrir telja mismunandi mörg af hinum vægari tilfellum án lamana, sem að jafnaði eru miklu fleiri. 1 Akureyrar hér- aði 1924 virðast l. d. aðeins taldir þeir, sem lamanir fengu (þótt ekki væru alltaf varan- legar) en í Svarfdælahérðaði eru einnig skráð vægari til- fellin, sem læknir sá (Sigurjón Jónsson, 1924), og mun það að jafnaði gert nú orðið, er faraldrar ganga, en annars er ekki alltaf sýnilegt, hvor hátt- urinn er hafður á. Árstíðamunur. Tafla III sýnir fjölda skráðra sjúklinga eftir mánuðum árin 1924—1947.* 1) Fyrir 1924 er mánuður sjaldnast tilgreindur og er því sleppt hér. Siunman sýnir mikla aukningu i júní með hámarki í október, þó þannig, að lítill munur er á mánuðunum ágúst, sept. og október, en alls nær bylgjan fram til jan.—febrúar og nær því yfir 8—9 mánuði. Er þetta óvenjulegt um mænusótt, því að venjulega er talið, að aukn- ingin byrji ekki fyrr en síðla sumars eða að hausti og dvíni er kenmr fram á vetur, en auð- séð er af töflunni (shr. og 2. mynd), að það er faraldur- inn 1924, sem hér veldur mestu um. Þessi mikli landsfaraldur er m. a. sérstæður, að því leyti, hve snemma hann gengur yfir. Hann hefst mjög geist í júní, nær hámarki í júlí og er að mestu um garð genginn í ágústlok. Sé hann ekki talinn með verður heildarsvipurinn annar, aukningin hefst þá ekki fyrr en í ágúst og nær hámarki í októhcr. Annars mætti lika 1) í Hbrsk. 1928 er ekki niánaða- skrá og frumskýrslur eru glataðar. 1 sjkl. vantar á mánaðarskrá hvort áranna 1927 og 1935 og auk þess vantar þá 2, sem dóu 1926, en voru ekki skráðir, sbr. ath. við töflu I.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.