Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 75 ast að jafnaði lengri sjúkrahús- vistar en bæjarbúar, og verður legudagafjöldi þeirra fyrr- nefndu því hlufallslega hærri. Páll Sigurðsson telur í fyrr- nefndri grein sinni, að eftir verði þá aðeins ca. 180 almenn sjúkrarúm handa Reykvíking- um og má öllum vera ljóst, að það er allsendis ófullnægjandi. Páll Sigurðsson áætlar, í sinni ágætu greinargerð, að ekki veiti af 8 almennum sjúkrarúmum á hvert þúsund íbúa. Má gera ráð fyrir að svo mörg sjúkrarúm myndu fyllast hér, en þó er þetta nokkru hærri tala en víðast hvar er talið viðunandi. 1 Stocldiólmi er talið að þurfi 6,8 almenn sjúkra- rúm fyrir þúsund íbúa, og á Bandaríkjaþingi voru í fyrra samþykkt lög um að verja skyldi stórfé til þess að stuðla að því, að í hverju héraði og fylki kæmu minnst 6,5 almenn sjúkrarúm á hvert þúsund í- búa. Ef vér tökum Stockhólms- áætlunina og gerum ráð fyrir að íbúar Reykjavíkur verði 60,000 eftir 2—3 ár, þá þyrftu að vera rúmlega 400 almenn sjúkrarúm fyrir Reykvíkinga. Er því nauðsynlegt að reisa sjúkrahús með um 220 sjúkra- rúmum.*) En um leið og gerð er áætlun um að reisa bæjar- sjúkrahús, er nauðsynlegt að hafa í huga, að Sjúkrahús Hvítabandsins og Sólheimar svara á engan hátt til krafa nútímans og hlýtur það því að vera takmarkið að leggja þau niður áður en langt um liður. Þá má minna á, að hluti af St. Jósefsspítala er gamalt timburhús, sem hlýtur að ganga úr sér, enda viðurkennt, að rekstur sjúkrahúss í timbur- byggingu er viðsjárverður vegna brunahættu. Hér skal ekki gerð grein fyrir því hvaða deildir þyrfti helzt að reisa. Þess skal þó getið, að vér erum nokkuð á annari skoðun en sjúkrahús- nefndin, sem starfaði um skeið og skilaði áliti fyrir 2 árum. og erum vér reiðubúnir til þess að rökstyðja þá skoðun vora. Teljum vér það samkrull ríkis og hæjar, sem gert er ráð fyr- ir í nefndarálitinu, óheppilegt af ýmsum ástæðum. A Norðurlöndum virðist rík- ið aðeins hafa áhuga fyrir og telja sér skylt að reisa og reka almenn sjúkrahús, sem eru hæfilega stór fyrir læknisfræði- kennslu við háskólana, og sums staðar fer kennslan meira að segja að nokkru eða öllu leyti fram í bæjar eða héraðssjúkra- húsum. Er hætt við, að læknar og sjúklingar yrðu langeygir að bíða þess, að úr rættist sjúkrahússkortinum, ef höfuð- borgin tæki það ráð að varpa öllum sínum áhyggjum upp á ríkið, i þeirri von, að Lands- +) Auðkennt af Lbl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.