Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 71 hann um allan húsbúnað og vildi skreyta umhverfi sitt með blómum og trjárækt, þar sem því varð við komið. Steingrimur var góður og af- kastamikill rithöfundur, reit meðal annars nokkrar bækur um læknisfræðileg efni, t. d „Heilsufræði. Alþýðubók og skólabók“ Ak. 1914. „Mann- skæðasta sóttin“ Ak. 1919., — „Hjúkrun sjúkra, hjúkrunar- fræði og lækningabók“ Ak. 1923 og ýmsar fleiri og svo fjölda ritgerða í útlend og innl. tíma- rit og blöð. Auk þess gaf hann út, eða sá um útgáfu á ýmsum ritum eftir föður sinn og rit- aði um bann. Hér er ekki tæki- færi til að telja upp eða tala nánar um ritverk Steingríms. 1 bókinni: „Læknar á lslandi“ eru þau talin upp. Yfirleitt bafa rit hans fengið góða dóma, efnið skráð ljóst og létt, en þó af þekkingu og samvizkusemi. Árið 1906 kvongaðist Stein- grímur mætri konu: Kristínu dóttur Þórðar læknis Thorodd- sen, börn þeirra, sem upp kom- ust —- 4 drengir og 2 stúlk- ur — náðu öll góðum þroska og eru lifandi og starfandi hér á landi. Þegar hjónin böfðu slitið samvistum og börnin voru farin og tekin að vinna sjálf- stætt, undi Steingrímur ekki lengur á Akureyri og flutti þá til Danmerkur, sem áður er sagt, en þegar hann fann að lífinu var að verða lokið, not- aði hann síðustu kraftana til að komast heim og dó á Land- spítalanum þann 27. júlí þ. á_ Um þennan mæta mann mætti rita langt mál og eflaust verður minningu hans gerð betri skil áður langt um líður. Hinir mörgu sem nutu hjálpar hans minnast hans með hlýhug og þakklæti, og við vinir hans söknum hans sem góðs félaga. Eg sakna skemmtilegu bréf- anna hans, er bárust mér alltaf við og við á sjötta tug ára eða frá því skólasamverunni lauk. Bréfin voru, eða setningarnar, spriklandi af fjöri og full af skemmtilegum tilvitnunum og glepsum úr öllum mögulegum bókum og fyi’irbærum, en það einkennilega var að aldrei var5 þess vart, svo ég viti, að hann gerði tilraun til að semja skáld- verk, hvorki í hundnu né ó- bundnu máli og virtist hann þó hafa bæði gáfur og hugarflug til slíkra hluta, en glampar af listeðlinu hrutust þó fram og birtust á öðrum sviðum. Við samherjar Steingríms minnumst hans með þakklæti, virðingu og söknuði. Rvík 31. ágúst 1948. Ing. Gíslason. Penicillin-þolnir klasasýklar. Á Hammersmith sjúkrahúsi i Lon- don var staphylococcus pyogenes ræktaður úr sárum 100 sjúklinga, og prófað penicillin-þol sýklastofn- anna. í 38 sjúkl. kom i ljós, að sýkl- arnir voru ekki penicillin-viðkvæm-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.