Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 24
66 LÆKNABLAÐIÐ •eftir eða stinga upp í sig, eins og börn gera oí't. Smit frá saur getur að vísu einnig bor- izt manna á milli á líkan hátt, en leiðin frá munni er þó ólíkt greiðari. Og því er það, að cnda þótt rannsóknir bafi leitt í ljós, að mænusóttarvirus er miklu lengur viðloðandi í saur en í hálsi, eru möguleikarnir á snertismitun frá munni og hálsi, þann stutta tíma, sem virus hefst þar við, vafalaust yfirgnæfandi, móts við saur- smitun. Líkur hafa og verið færðar fyrir því, að mest smit- hætta stafi frá sjúklingum síð- ustu daga meðgöngutímans og fyrstu dagana eftir byrjun sjúkdómsins (Casey 1945, Ay- cock & Kessel 1943), enþá er einmitt helzt von um að finna virus í hálsi. Aftur á móti virðist fremur sjaldgæft, að sjúklingur smiti frá sér, eftir að hann er orðinn greinilega veikur, þó að smit finnist lengi fram eftir í saur, og virð- ist svo hafa verið einnig áður en það varð ljóst, að sérstakr- ar varúðar þyrfti að gæta um meðferð saursins. Með ítarlegum og umfangs- miklum eftirgrennslunum um lengri tíma hefur stundum tek- izt að rekja samband milli furðu margra sjúklinga. Þann- ig var það í einum faraldri í Alabama í Bandaríkjunum, að af 101 sjúklingum, sem ítar- legar upplýsingar fengust um, höfðu 80% verið samvistum við (að jafnaði nokkrar klukku- stundir) annan, sem þegar var búinn að fá byrjunareinkenn- in eða átti skammt til þess (Casey 1945) og hefði með- göngutíminn skv. því verið að meðaltali 12 dagar. öðru sinni var fylgzt rækilega með fólkí — einkum börnum — í næsta nágrenni við mænusóttarsjúkl- inga. Af 66 manns, er höfðu umgengizt sjúkling á þeim tíma, er smithætta var talin mest ( lok meðgöngutíma og byrjun veikinnar), kennciu 37 lasleika, 6—15 d. síðar, sem hefði getað verið væg mænu- sótt og var talið að svo liefði verið um 24 þeirra. Af 109 börnum i næsta nágrenni, sem ekki var vitað að hefðu bitt sjúklingana, kenndu aðeins 4 lasleika, sem hefði getað verið væg mænusótt, þótt ekki yrðu færðar nægar líkur fyrir því, að svo væri (Casey, Fishbein & Bundesen 1945). Er mænu- sótt kom eitt sinn upp í skóla og breiddist út í næsta um- hverfinu svo að alls veiktust 15 börn, tókst að rekja smitun 9 þeirra til einhvers af 4 fyrstu sjúklingunum, annað hvorl beint eða með grunuðum smitbera, sem millilið (Piszc- zek, Shaughnessy & al., 1941). Samkvæmt þessiun athug- unum og öðrum, þar sem vitað var um möguleika á smitun (Aycock & Kessel, 1943),

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.