Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 26
68 LÆK X A B 1. A Ð I f> þá fylgzt vel með öðru heim- ilisfólki í 6—15 daga og brýnt fyrir því að viðhafa fyllsta hreinlæti og varúð í meðferð saurinda. Að sjálfsögðu verður því ekki alltaf komið við að einangra sjúklinga á sjúkra- liúsi, enda er oft mesta smit- hættan af þeim um garð geng- in, er þeir eru orðnir greini- lega veikir. Rétt þykir, að börn- um frá sýktum heimilum sé hönnuð skólavist og að forð- ast sé eftir megni, að þau séu samvistum við önnur börn, og fólk frá sýktum heimilum má ekki l'ást við framleiðslu eða meðhöndlun (afgreiðslu) matvæla á nokkurn hátt, nema það hafi áður verið einangrað um 2 vikur eða svo. Sund- laugum og baðstöðum er oft lokað, er faraldrar ganga, því að möguleikar eru á smitun þar, og fólki er ráðlagt að forðast vosbúð og mikla á- reynslu. Forðast skyldi og að taka hálskirtla, er mænusóttar er von, því að margir telja að slíkar aðgerðir í hálsi greiði götu mænusóttar-virus. Hér hefur verið, hallazt að því, að snertismitun — og það oftast frá hálsi — eigi mestan þátt í útbreiðslu faraldra, þó að saursmitun geti vissulega einnig komið til greina, enda er trúlegt, að milli faraldra haldist virus við í saur smithera og að upptök faraldra megi því einatt rekja til saursmitunar. Ekkert verður þó fullyrt um þetta, enda má segja, að þekk- ing manna í þessum efnum sé enn sem komið er mjög í mol- um og skoðanir því skiptar. Að sumu leyti ætti e. t. v. að reynast auðveldara að graf- ast fyrir um upptök veikinnar og rekja feril hennar hér á landi en viða annars staðar. Slíkar rannsóknir þyrfti að undirbúa vel og samræma og ekki er þess að dyljast, að þær mundu kosta mikla vinnu og fyrirhöfn, en vel væri það þess vert að reyna. Æskilegt væri og að taka upp nákvæmari skráningu, svo að séð verði m. a. hve margir fá lamanir í svip og hve margir varanleg- ar lamanir. HEIMILDIR: American Ortlioped. Assoc. 194(5. J. A. M. A. 131, No 17. Aycock W. L. & Kessel .1. F. 1943 Ani. J. Med. Sc. 205, 454. Casey A. E. 1942, J. A. M. A. 120, 805- Casey A. E. 1945, Am. .1. Dis. Childr. (59, 152. Casey A. E., Fishbein W. I. & Bundesen N. N. 1945, .1. A. M. A. 129. 1141. Finsen .1. 1874. Iagttagelser an- gaaende Sygdomsforholdene i Is- land, Kbh. 1874. Goldstein D. M., Hannnon W. M. & Viets H. R. 1940, J. A. M. A. 131, 569. Guðmundiir Hannesson, Heil- brigðisskýrslur 1911—1920, bls. LXXVI. Heilbrigðisskýrslur 1901—1947. Horstmann D. M., Ward R. & Mel- nick .1. L. 1944, J. A. M. A. 126, 1031.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.