Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1950, Side 17

Læknablaðið - 01.12.1950, Side 17
LÆKNaBLAÐIÐ 139 mannsins, og stjórnast af hor- monum eggjakerfanna og koma fram í breytingum á slímhúS legsins, slími leghálsins og í flöguþekju leggangsins. Um þetta leyti fór mönnum að verða það ljóst, hve mikið und- irstöðuatriði starfsemi eggveg- anna væri fyrir frjógunina, því þeirra þarf með til þess bæði að flytja sæðin og eggin. Pyrsta aðferðin, sem fannst til þess að athuga starfshæfni eggveganna, var hysterosalpin- gografi og stuttu síðar var far- ið að gera uterotubal insuffla- tion. Enn var eitt atriði, sem smámsaman fengust sannanir fyrir, en það var hið gamla lög- mál „án egglosa, engar tíðir“. Nú er það vitað, að tíðir eru stundum reglulegar og eðlileg- ar, án þess að nokkurt egglos eigi sér stað; það eru hinar svonefndu anovuleru blæðing- ar. Ýmsar eru þær aðferðir, sem fundizt hafa til þess að ákveða hvort egglos eigi sér stað, og til þess að finna hvenær það fer fram, en það getur ráðið úr~ slitum í þessum efnum,, Með því að taka bita úr slímhúð leg- ganganna, og skoða vefinn. sjást breytingar, sem eru sér- kennilegar fyrir egglosið, en þetta kostar mikla fyrirhöfn og er áverki fyrir konuna, og þess vegna ekki hægt að endurtaka eins og þyrfti í þessum tilfell- um. Þeir Papanicolaou og Shorr fundu upp á því að sjúga upp 1 glerrör slím úr leggöngunum, blása á glerplötu, lita með sér- stökum litum og skoða í smá- sjá. Þetta er auðvelt fyrir kon- una, en kostar töluverða æf- ingu fyrir lækninn. Þeir, sem hafa æfingu í þessu, geta sagt til um egglos, nær því upp á dag. Dr. Shorr hefir fundið upp sérstaka litunaraðferð, sem tek- ur ekki nema 2 til 3 mínútur og smásjárskoðunin tekur álíka tíma, Konurnar geta sjálfar tekið slímið, sett á gler og „fix- erað“ og síðan geta þær geyml það og komið með það til lækn- isins þó líði 1 til 2 vikur. Það telja þær ekki eftir sér, þessar konur, sem árum saman eru búnar að ganga milli lækna, til þess að fá bót á meini sínu. Þeg- ar búið er að finna hvort egglos eigi sér stað, þá þarf að finna hvenær mestar líkur séu til þess að getnaður geti farið fram. Raunverulega er ekki hægt að sjá egglosið, eða hvort egglos hafi farið fram, nema með því að gera holskurð, en slíkt dett- ur engum í hug að gera í þeim tilgangi, og síðan leita eggsins, sem þá væri mesta tilviljun að finna, með því að skola egg- vegina. Þá væri líka búið að eyðileggja það egg og þann möguleika. Önnur aðferð til þess að finna hvenær og hvort egglos eigi sér stað, er að athuga slímið í leg- hálsinum. Hlutverk slímsins í

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.