Læknablaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 22
46
LÆKNABLAÐIÐ
og er það oft mjög erfitt og
verður að gerast varlega. Eftir
að lungað hefir verið losað er
það þuklað vandlega til þess að
ákveða útbreiðslu sjúkdómsins
og þá fyrst er hægt að ákveða,
hvað resecera skuli.
Það er nú kunnugt, að hver
lungnasepi er byggður upp úr
nokkrum sjálfstæðum segment-
um. Myndirnar sýna þrívíddar-
mynd af þessari segmental-
byggingu lungnanna. Hvert seg-
ment hefir bronchus, arteríu og
venu og enda þótt utan á lung-
anu sjáist engar landamerkja-
línur milli þeirra þá er þó hvert
segment ríki í ríkinu. Það er
einmitt þessi segmentalskipting
sem er geysi þýðingarmikil fyr-
ir lungnaaðgerðir. 1 hægra
lunga eru segmentin 10 að tölu.
1 lobus superior eru 3 og heita
apical, posterior og anterior
segment. 1 lobus medius eru 2
medíal og lateral. í lobus inferi-
or eru 5, eitt superior og 4 bas-
ilar, sem heita anterior, post-
erior, medial og lateral. Lingula
vinstra megin svarar til lobus
medius h. megin og er skipt í
2 segment, superior og inferior.
Að öðru leyti er skiptingin eins
vinstra megin, nema hvað apical
Hægra luns'a.
Vinstra lunga.