Læknablaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 18
42
LÆKNABLAÐIÐ
Hver gangur sjúkdómsins
verður er auðvitað komið undir
mörgu, svo sem aldri sjúklinga
og mótstöðu, virulens bacterí-
anna o. fl.
Það væri mjög þýðingarmikið
ef röntgenmyndir gætu sagt
okkur, hve vel hin necrotisku
svæði væru afmörkuð, en það er
því miður ekki oft reyndin.
Þeir, sem telja réttmætt að
resecera þessar sjúkdómsleyfar
(residua) rökstyðja það með
eftirfarandi:
1. Allmargar af þessum leyfum
verða virkar á ný er tímar
líða og geta þess vegna orðið
hættulegar fyrir sjúklingana.
2. Berklabakteríur finnast iðu-
lega við vefjarannsókn þess-
arra leyfa, enda þótt sjaldn-
ar takist að rækta þær.
3. Hættan við aðgerðina er mjög
lítil.
4. Sjúkdómstíminn er styttur.
5. Horfur eru betri, þ. e. færri
sýkjast á ný af þeim, sem
hafa fengið chemotherapia
eða chemotherapia + collaps-
aðgerðir.
Það er óhagganleg staðreynd,
að þessar sjúkdómsleyfar inni-
halda oft lifandi berklabakterí-
ur mörgum mánuðum eftir að
sjúklingarnir urðu einkenna-
lausir og neikvæðir og sjúk-
dómurinn var talinn óvirkur eða
stöðvaður samkvæmt endurtekn-
um röntgenmyndum.
Við höfum því engan öruggan
mælikvarða á það, hvenær sjúk-
dómurinn sé stöðvaður til fulls
og því miður mörg dæmi til
þess, að sjúkdómurinn hafi tek-
ið sig upp á ný mörgum mánuð-
um og jafnvel árum eftir að
hann var talinn stöðvaður sam-
kvæmt röntgenmynd.
Steele í Milwaukee rannsak-
aði hinn sjúka vef, sem skorinn
var burt hjá fjölda sjúklinga
eftir langvarandi chemothera-
piu. 88% sjúklinganna voru já-
kvæðir áður en chemotherapía
var hafin. Af 21 sjúkling, sem
höfðu fengið 2 eða fleiri lyfja-
lotur fyrir aðgerð tókst að rækta
frá 5, þ. e. tæplega 25%. Lyfja-
lotan var 4—18 mánuðir hjá
þeim, sem tókst að rækta frá,
en 2 sjúklingar höfðu fengið
lyfjagjöf lengur en 18 mánuði
og ekki ræktaðist frá þeim.
Af 125 sjúkl., sem höfðu
fengið aðeins eina lyfja-
lotu fyrir aðgerð fundust bakt-
eríur við vefjarannsókn hjá 79,
eða 63,2%, en ræktun eða nag-
grísapróf jákvætt hjá aðeins 11
eða 8,8%. Sjúklingar þessir
fengu lyfin í 4—24 mán. Aðeins
2 sjúkl. fengu lyfjagjöf í lengri
tíma en 24 mán. og tókst ekki
að rækta bakteríur úr hinum
sýkta vef, sem reseceraður var
hjá þeim. Þessar rannsóknir
sýna, að bakteríurnar finnast
miklu oftar við vefjarannsókn
heldur en tekst að rækta þær úr
hinum reseceraða vefi og vekur
það auðvitað þá spurningu,
hvort bakteríurnar eru raun-