Læknablaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ
35
lítill í slíkum tilfellum eða
complicationes of margar og
alvarlegar.
Eftir að farið var að brenna
(H. Jacobeus 1913) fjölgaði
vissulega þeim sjúklingum, sem
hægt var að fá á nægjanlegan
collaps með pneumothorax með-
ferð.
Helztu complicationes við
pneumothorax eru: pleuritis
serosa, empyema, fistula bron-
chopleuralis og pleuritis obli-
terans. Packard, 1940, taldi, að
pleuritis serosa kæmi hjá
50—70% pneumothorax sjúk-
linga, en væri alla jafnast mein-
laus. Tvær hættur eru þó fyrir
hendi: a. Pleuraþykkni með ó-
fullkominni reexpansio á lunga
og þar af leiðandi starfsskerð-
ingu. b. Empyema tub. Berkla-
bakteríurnar geta borizt inn í
pleuraholið við það, að sam-
vextir rifna eða við ruptur á
focus subpleuralis inn í pleura-
holið. 1 báðum þessum tilfellum
getur komið fistula bronchop-
leuralis. Empyematíðni við
pneumothoraxmeðferð var talin
5—20% og var það vissulega
alvarlegt, þar sem dánartala
var um og yfir 40% áður en
chemotherapia kom til sögunn-
ar.
Thoracoplastik er um áratug
eldri en pneumothoraxmeðferð-
in. Simon, 1869, og Estlander,
1879, gerðu resecito costarum
við empyema chron. en Ceren-
ville var sá fyrsti, sem notaði
slíka collapstherapia við sjúkt
lunga. Það tók þó langan tíma
að betrumbæta aðferðina unz
árangur varð viðunanlegur. Það
var John Alexander í Michigan,
sem innleiddi þá reglu að gera
aðgerðina í tveim eða fleiri lot-
um (1936). Séu tilfellin rétt
valin fyrir thoracoplastik er
dánartala við þá aðgerð víðast
hvar innan við 5% og víða inn-
an við 1%.
Lees taldi, að batahorfur
sjúklinga, sem á væri gerð
thoracoplastik væru þær, að hjá
65—70% yrði sjúkdómurinn ó-
virkur röntgenologiskt og bakt-
eríologiskt, að hælismeðferð á
eftir lokinni. í sumum skýrsl-
um var þetta áreiðanlega hærra.
Ef sputum helzt jákvætt í eitt
ár eftir síðasta stig höggning-
ar má yfirleitt telja aðgerðina
ófullnægjandi, svo fremi bakt-
eríurnar geti ekki verið komn-
ar annarsstaðar að en frá hinu
samanfallna lunga. Enda þótt
takist að gera sjúklinginn nei-
kvæðan með thoracoplastik er
ekki alltaf allt fengið með því.
Alltof margir af þessum sjúk-
lingum eru öryrkjar, annað
hvort vegna insufficientia pul-
monum eða bronchiectasia resi-
dualis. Ævi þessara sjúklinga
er ömurleg, þeir hafa stöðugan
uppgang, stundum með endur-
teknum blóðhósta, eru alltaf að
fá hitaköst og lifa í stöðugum
ótta við að nú sé sjúkdómurinn
að taka sig upp aftur. Þeim,