Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 47 og posterior segmentin í lobus superior eru oftast talin sem eitt og sem er þá kallað apico- posterior segm. Sömuleiðis eru anterior og medial-basilar segm. í lobus inferior oftast runnin saman í eitt og þá kölluð anterio- medial-basilar segm. Ef þessi skipting er notuð verða seg- mentin 8 vinstra megin í stað 10 hægra megin. Tæknilega er hægt að resecera hvert eitt af þessum segmentum eða fleiri saman. Þá er og hægt að re- secera t. d. efri lobus og superi- or segment úr þeim neðri, eða segment úr efri og miðlobus eða jafnvel segment úr öllum lobi, allt eftir útbreiðslu sjúkdóms- ins. Ef skemmdin er mjög lítil er jafnvel hægt að taka hluta úr segmenti (subsegmental resect- io) eða gera svokallaða fleyg- resectio (wedge resection), þar sem fleyglaga stykki er tekið með skemmdinni án þess að reynt sé að fylgja mörkunum milli segmenta. Með því að gera segmental eða margsegmental resectíónir þarf ekki að fórna heilbrigðum lungnavef, svo nokkru nemi. Það er auðvitað mjög þýðingarmikið einkum við sjúkdóm beggja megin. Seg- mental resectio er allvandasöm aðgerð, sem krefst mikillar var- kárni og góðrar líffærafræði- legrar þekkingar. Hvort sem gerð er pneumon- ectomia, lobectomia eða segmen- tal resectio eru arteríur venju- lega einangraðar fyrst, undir- bundnar og teknar í sundur. Því næst eru tilsvarandi venur með- höndlaðar á sama hátt og loks bronchus. Bronchus er lokað með fínu silki eða tvinna. Notuð er sutura interrupta yfir end- ann, en einnig madressusaumar úr catgut til styrktar proximalt við endasauminn. Stúfurinn er þakinn pleura ef hægt er. Eftir að bronchus hefir verið tekinn sundur er segmentið krælt út og bezt að gera það með fingrun- um. Hér er það vandinn að fylgja mörkunum á milli seg- mentanna. Ef það tekst vel er venjulega engin blæðing og eng- inn loftleki þegar segmentið hefir verið krælt út. Sumir reyna svo að loka beðnum, sem kemur fram við að taka seg- mentið, með því að sauma sam- an aðliggjandi segment, en aðr- ir láta hann vera alveg opinn. Ekki virðist mikill munur á aukakvilla eftir aðgerðina, hvort sem gert er. Það reynir mjög á svæfinga- lækninn við þessar aðgerðir. Hann verður að halda barka og lungnapípum hreinum og hann verður að gæta þess að sjúk- lingurinn fái nóg súrefni. Lung- að, sem verið er að vinna við er blásið upp nokkrum sinnum meðan á aðgerð stendur. Bæði veitir það sjúkl. aukið súrefni og er einnig talið minnka hætt- una á atelectasis eftir aðgerð. Eftir að fengin er góð haemos-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.