Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1955, Síða 33

Læknablaðið - 15.10.1955, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ 141 einkum þó handlæknisaðgerð- um, sem hann gerði við frum- stæðustu skilyrði. Einn vina hans skrifar í eftirmælum um hann meðal annars á þessa leið: „Á þessum árum gerði Lúðvík marga holskurði með góðum árangri við liin verstu skilyrði, því að oft var skurð- stofan baðstofukytra, eða eld- húsið á heimili sjúklingsins var tekið lil þeirra nota“. Eins og að líkum lætur, á- vann Lúðvík sér mikið álit og traust með aðgerðum þessum og öðrum lækningum sínum. Það jók einnig á vinsældir Iians, að hann var óspar á að gefa fátæklingum læknishjálp- ina og mun jafnvel stundum liafa greitt lyfin fvrir þá, sem verst voru stæðir. Það átli fyrir Lúðvík að liggja að hafa aldrei sjúkraskýli í liéraði sínu. Vit- anlega var það svo atorkusöm- um lækni fjötur uni fót, en auk ])ess var oft ómögulegt að fá inni fvrir sjúklinga, sem þurftu meiri hjúkrunar en heimilin gátu í té látið. Enginn vissi þetta né skildi hetur en Lúð- vík sjálfur. Eitt helzta áhuga- mál hans var að fá reist sjúkra- hús í héraðinu. Hann vann ósleitilega að því að vekja áhuga héraðsbúa á því máli, bæði i einkasamtölum og á opinberum vettvangi. Mér er sagt, að nokkur skriður sé kom- inn á það mál, og er það fyrst og fremst honum að þakka. Lúðvík hafði áhuga á fleiru en því, er laut að læknisstarf- inu. Hann hafði miklar mætur á skáldskap, bæði í bundnu og óbundnu máli. Hann dáði sum hinna eldri skálda og fylgdist vandlega með skáldaferli og þroska hinna yngri manna. Fátt lét honum betur í kunn- ingjahóp en að ræða bók- menntir okkar, fornar og nýj- ar. Sjálfur var liann prýðilega ritfær og liagyrðingur góður. Lúðvík var einnig mjög söng- elskur. Einhver bezta rauna- bót í langvinnum veikindum var að lesa góða bók og hlusta á sígilda hljómlist. Um skeið gaf Lúðvík sig að stjórnmálum og öðrum opin- berum málum. Allmikið kvað þar að honum, því að liann var hæði orðfimur og rökvís. Skapheitur var hann og gat verið óhlifinn við andstæðinga sína. Fáir munu þó hafa borið þungan hug til hans til lengd- ar. Sjálfur var liann allra manna sáttfúsastur. Var það mjög í samræmi við skapgerð hans og trúarlmeigð að vilja gleyma mótgerðum og fyrir- gefa þær. Lúðvík var félags- lyndur og tók virkan þátt i ýmsum félagsskap. Sérstöku ástfóstri tók hann við Rotarv- hreyfinguna. Honum mun hafa

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.