Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1956, Page 30

Læknablaðið - 01.09.1956, Page 30
70 LÆKNABLAÐIÐ eina sem getur bjargað honum er ef læknir er við liendina til |)ess að gefa honum adrenálin inn í æð. Anti-histamin kemur ckki að neinu gagni þegar svona stendur á, því að sjúkl- ingurinn deyr áður en ])að nær að verka. I Bandaríkjunum liafa um 100 anafylaktisk losl verið til- kynnt á ári af þessum sökum og um þriðjungur þeirra hef- ur leitl til bana. Feinberg taldi víst að slík viðbrögð væru miklu algengari en tilkynning- arnar greina og gerði ráð fyrir að um .350 manns deyi árlega í Bandarikjunum af þessum sökum. Sjálfsagt er að fara varlega i að gefa penicillin öllum þeim sem vitað er um að hafa of- næmistilhneigingar, því að sjúklingur sem hefur reynzt of- næmur fyrir penicillini getur dáið af penicillindælingu, sein hann fær seinna. Ef nauðsvn- legt skyldi vera að gefa penicil- lin af einhverjum ástæðum ætti aldrei að gefa slíkum sjúklingi það án ]),ess að hafa gefið hon- um anti-histamin klukkutíma áður og hafa adrenalindæluna tilbúna ef bann fer að veikjasl. Við krufningu eflir slíkan anafylaktiskan dauðdagafinnst bjúgur í lungum og blæðingar og oft bjúgur í munni. Stund- um finnst periarteriitis, og nýrnaskemmdir geta einnig fundizt. Ef hjartarafrit hefur verið tekið koma iðulega fram breytingar á því. Ef nægileg varúð er viðhöfð, er unnt að forðast þessa hættu- legu anafvlaxi. Með því að dæla penicillin- upplausn 1:1000 inn í hörund á sjúkl- ingnum er auðvelt að ganga úr skugga um hvort hann sé ofnæmur fyrir meðalinu. Ef bvítur bjúgur kemur í stung- una og roði í kring er um greinilegt ofnæmi að ræða og ekkert vil i að dæla penicillini i sjúklinginn. Hins vegar getur hörunds- svarið verið tillölulega litið hjá þeim sem fá ,e. k. serumsjúk- dóm af meðalinu, þ. e. veikj- ast ekki fyrr en mö.rgum dög- um seinna. En þau viðbrögð verða sjaldan hættuleg og anti- histamin koma þá að miklu gagni. Ekki er þó svo að skilja, að liörundsprófanir séu gagns- lausar, en þær bregðast fr,ekar gagnvart þeim sem veikjast seint af penicillini. Tuto-])enicillin hafa sumir viljað halda fram að væri laust við ofnæmishæltu, en Feinberg sagði að því væri ekki treyst- andi. Einkennilegt er að flestir sem dáið hafa af penicillini, hafa fengið procain-penicillin, en þó er víst að procainið á eng- an þáll i því. Ofnæmi fyrir salicyl-sam- böndum er algengt. M. Samter frá Bandaríkjunum gerði grein

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.