Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1956, Page 38

Læknablaðið - 01.09.1956, Page 38
78 L Æ K N A B L A Ð 1 Ð lægri í smábæjunum. Þessir samningar gilda aðeins til ára- móta því að þá koma til fram- kvæmda nýju lögin um al- manna tryggingar samkvæmt þeim skulu læknar á 1. verð- lagssvæði fá smávegis greiðslu frá samlagsmönnum fyrir við- tal og vitjun. Er greiðsla fyrir viðtal ákveðin kr. 5,00 en kr. 10,00 fyrir vitjun. Breytist kaupgjaldsvísitalan um 10 af hundraði eða meira kveða lögin svo á að samræma skuli greiðsl- urnar þeirri breytingu. Mun Tryggingarstofnunin fyrir hönd samlaganna kref jast lækk- unar á fastagjaldi til lækna á fyrsta verðlagssvæði og búast má við verulegum ágreiningi, þegar til samninga kemur, um það hversu mikil tekjulind lækna verði við þessar auka- greiðslur. Það verður því hlut- verk þessa fundar að kjósa nefnd til þess að annast samn- ingagerðina. Ekki hefur heilbrigðismála- ráðuneytið enn svarað bréfi stjórnar L. 1., varðandi orlofs- rétt lækna. Er þó komið há'tt á annað ár síðan bréfið var sent og beiðni um svar margsinnis ítrekuð. Samninganefnd héraðs- lækna ræddi einnig þetta mál við ráðuneytið s.l. vetur en allt kom fyrir ekki. Formaður L. I. ræddi nýverið við skrifstofu- stjóra og núverandi ráðherra heilbrigðismálanna um orlofs- réttinn og var heitið góðu um skjóta afgreiðslu. S.l. ár var mikill innflutning- ur bifreiða og munu alíir lækn- ar, sem þess óskuðu hafa fengið nýja bifreið. Nú verður mjög dregið úr þessum innflutningi en Innflutningsskrifstofan bjóst þó við að eitthvert slang- ur kæmi af bifreiðum frá Rúss- landi, Tékkóslóvakíu og Italíu. Auk þess mun enn óráðstafað nokkrum tugum bifreiða af ýmsum gerðum, sem fluttar voru inn í hálfgerðu leyfisleysi. Það sem af er þessu ári hefur aðeins einn læknir beiðzt að- stoðar stjórnar L. I. um útveg- un bifreiðar en allmargir lækn- ar í Reykjavík eru í bifreiða- hraki. Heilbrigðismálai'áðherra hefur haft góð orð um að stuðla eftir föngum að því að bætt verði úr brýnustu bifreiðaþörf lækna. Reykjavíkurlæknarnir hafa þegar sent umsóknir sínar til stjórnar L. R. Ef stjórn L. I. á að vera öðrum læknum innan handar um útvegun bifreiða, þurfa umsóknir þar að lútandi að koma sem allra fyrst. Þegar Haukur Kristjánsson fluttist frá Akranesi, var lækn- isstaðan veitt Borgþóri Gunn- arssyni, en auk hans höfðu sótt um stöðuna þeir Ólafur Þ. Þor- steinsson og Úlfur Gunnarsson. Allir voru þeir að sjálfsögðu taldir hæfir til starfsins. Borg- þór tók aldrei við stöðunni og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.