Læknablaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 19
I.ÆKNABLAÐ IÐ
;)
MYND 2.
Yfirborðsfrumur í leggangastroki.
inu og aðliggjandi vefjum sé
fyrir hendi til athugunar, hvað
þá ef greiningin átti aðeins að
byggjast á athugunum á ein-
stökum frumum, aðskildum frá
sínu rétta umhverfi. Hinir var-
kárari þessara manna kröfðust
þess jafnvel, að ífarandi (infilt-
rativ) vöxtur væri fvrir hendi,
af kalla skildi æxlið illkynjað,
en slíkt verður auðvitað ekki
sýnt fram á i útstrokssýni. And-
staða þessara sérfræðinga hef-
ir þó dvinað mjög, enda liafa
niargir þeirra lagt sérstaka
stund á frumuflagnsrannsóknir.
1 þessari grein verður aðal-
lega lýst aðferðum við skoðun
á leggangaútstroki, en drepið
stuttlega á önnur svið, þar sem
frumuflagnsathuganir eru við-
hafðar. Fyrst verður farið
nokkrum orðum um frumur,
sem finnast í vagina, án þess að
um æxlis vöxt sé að ræða, en
þel íking á útliti þeirra er nauð-
synleg, lil þess að geta áttað sig
á tumor-frumunum.
Normalt á sér stað stöðugt
þekjufrumuflagn frá vagina,
endocervix og endometrium.
Frumur frá þessum stöðum
safnast gjarnan fyrir í fornix
posterior vaginae og sé slím
])aðan strokið út á gler og litað,
fæst gotl yfirlit vfir frumuteg-
undirnar. Venjulega her mest á
flöguþekjufrumum úr vagina
og af portio vaginalis uteri, en
einnig sjást innanum, háþekju-
frumur úr cervix og frumur frá
endometrium. Meðan á men-
struatio stendur, verða frumur
frá endometrium vfirgnæfandi.
Ef atliugaður er þverskurður
af flöguþekjunni i vagina eða
á portio, greinast mörg frumu-
lög. Neðst er hasal-lag, aðeins
einföld frumuröð, þá kemur
ytra hasal-lag, nokkrar frumu-
raðir á þykkt, því næst milli-
frumulag (intermediate layer)
álíka þvkkt, og yzt er svo yfir-
borðslagið (Mynd 1).
1 vaginal-stroki sjást frumur,
svarandi til þriggja ytri laganna
og eru þær nefndar; parabasal-
frumur, miðlagsfrumur og yfir-
horðsfrumur. Allar þessar
frumur liafa sin séreinkenni í
útstrokinu og þekkjast hver frá
annarri. Parabasalfrumurnar
eru kringlóttar eða sporöskju-
laga og nokkuð misstórar. Tvær
gerðir af þessum frumum finn-
ast í vaginal-stroki, hypertropli-
iskar og atropliiskar. Þær fvrr