Læknablaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
13
vatnsskol fengið á sama hátt. Sé
um sputum rannsókn að ræða,
skal láta sjúkl. hósta djúpum
hósta og taka þann uppgang,
sem kemur fyrst á morgnana.
Sjúkl. er látinn spýta í krukku,
sem í eru 35—40 cc af 70%
ethylalcoholi. Krukkan er síðan
geymd i kæliskáp, þar til unnt
er að útbúa úr uppganginum
útstrok, sem þá er fixerað í
samskonar vökvablöndu og not-
uð er við leggangastrok. En út-
strok ætti að útbúa svo fljótt
sem kostur er.
1 sambandi við berkjuspegl-
Un getur læknir sogið upp slím
úr grunsamlegum bronchus eða
skolað með 2—5 cc af fysiolog-
iskri saltvatnsupplausn. Blanda
skal því, sem upp sýgst, jöfn-
um hlutum af 95% ethyl-alco-
holi. Þessi blanda er siðan skilin
°g útstrok gerð úr botnfallinu.
Rétt greining á að geta fengizt
i 85% tilfella, sé um carinoma
puhnonum að ræða. Ef hins
vegar er tekið vefjasýni við
i»erkj uspeglum, gefur það ekki
rétta niðurstöðu nema í um
35% tilfella og stafar það auð-
vitað af því, live erfitt er og oft
omögulegt að ná sýni frá hinum
sýkta vef. Tölur þessar eru
fengnar úr grein Herbuts um
athuganir á 1000 lungnakrabba-
sjúklingum (16).
I sambandi við frumugrein-
ingu magakrabba er það eink-
oni tvennt, sem spillir árangri
frumurannsókna, en það eru
fæðuleifar og annar detritus í
maganum og svo melting
frumuflagnsins. Einnig veldur
það nokkrum erfiðleikum á
stundum, hve lítið næst af
frumum, en hið þykka slím-
lag, sem gjarna þekur yfirborð
slímhúðarinnar, varnar því að
frumur flagni. Alhnargar að-
ferðir liafa verið reyndar við að
ná frumum til greiningar úr
maga. Þeim er öllum það sam-
eiginlegt, að sjúkl. er látinn
fasta yfir nótt og sýni tekið
áður en hann neytir matar
næsla morgun. Sjúkl. með obs-
truction er látinn neyta fljót-
andi fæðu í 1—2 daga áður en
sýni er tekið og maginn skolað-
ur kvöldið áður. Einföld aðferð
við töku sýnis er að skola mag-
ann með fysiologisku saltvatni
og rannsaka botnfallið. Margir
telja þetta ófullnægjandi, þar
eð svo lítið fáist af frumunum,
en Graham í Boston kveðst með
þessari aðferð ná sambærileg-
um árangri við aðrar fyrirhafn-
armeiri, sé þess gætt, að tæma
magann nógu vandlega. Þá eru
og viðhafðar mismunandi að-
ferðir til að skrapa innan mag-
ann, áður en skolun fer fram.
Papanicolaou og samverka-
menn lians, litbúa belg úr cond-
om, sem þeir smeygja á Millei’-
Abbots slöngu. Utan um belg-
inn er strengt fíngert net, eins
og það, sem konur nota á hatta