Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 1
15. tölublað 2013 Fimmtudagur 1. ágúst Blað nr. 400 19. árg. Upplag 30.000 Notkun sýklalyfja í dýrum er minni hér á landi en víðast hvar í Evrópu. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Landlæknis um sýklalyfjanotkun og sýklalyfja- næmi baktería í mönnum og dýrum árið 2012, sem og í skýrslu Lyfjastofnunar Evrópu um sölu sýklalyfja fyrir dýr. Fram kemur að sýklalyfjanotkun í dýrum hefur dregist saman um 23% frá árinu 2010, eða um tæpan fjórðung. Yfir helmingur þeirra sýklalyfja sem notaður er hér á landi er úr flokki pensilína. Á sama tíma hefur notkun breiðvirkra pensilína aukist nokkuð, sem veldur mönnum áhyggjum og þarfnast frekari skoðunar. Sigurborg Daðadóttir, yfir- dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir gott að fá samanburð við önnur lönd hvað sýklalyfjanotkun í dýrum varðar og gleðilegt sé að árangur Íslendinga sé góður. „Þetta sýnir að við erum á réttri leið, það er vissulega góður árangur að dregið hefur úr notkun sýklalyfja,“ segir hún. Sýklalyfjanotkun er áhrifamesti þátturinn þegar kemur að lyfjaþoli og röng eða of mikil notkun sýkla- lyfja eykur hættu á að að upp komi lyfjaþolnar örverur, útbreiðsla þeirra er ein stærsta heilbrigðisógn sem heimurinn stendur frammi fyrir. Dýrastofnar heilbrigðir og smitvarnir góðar Hér á landi eru reglur varðandi afhendingu og notkun lyfja á lyfjum fyrir dýr strangar en að auki hefur innan Dýralæknafélags Íslands verið unnið eftir lyfjastefnu sem félagið sett sér fyrir um áratug og hafa flestir dýralæknar unnið eftir henni. Góður árangur er einkum að mati Sigurborgar þessum ströngu reglum og lyfja- stefnu Dýra lækna- félagsins að þakka. Dýrastofnar hér á landi eru almennt heilbrigðir og smitvarnir góðar og telur hún það meginskýringuna á því að sýklalyfjanotkun er minni hér á landi en víðast annars staðar. Hér á landi tíðkast það vinnulag að dýralæknar hefja ávallt meðhöndlun á veiku búfé, þeir sjá um sjúkdómsgreiningu og einungis er veitt undanþága frá þessu þar sem landfræðilegir staðhættir, veðurfar eða aðrar ytri aðstæður hindra dýralækni í að hefja meðferðina. Niðurstaðan góð fyrir Íslendinga Minnkandi sýklalyfjanotkun hér á landi er gott innlegg í umræðuna að mati Sigurborgar, en hún bendir á að bæði Búnaðarþing og búnaðarsamtök hafi ítrekað sent frá sér ályktanir um að bændur hafi frjálsari aðgang að lyfjum, eflaust til að spara sér kostnað við komu dýralæknis. „Það hefur verið töluverð pressa frá bændum og hagsmunasamtökum þeirra, sem gjarnan vilja að yfirvöld slaki á kröfum. Ég brýni fyrir bændum að skoða heildarmyndina en þessi niðurstaða er verulega góð fyrir okkur Íslendinga og sýnir að við stöndum okkur vel, betur en nágrannaþjóðir okkar, og það er vel,“ segir Sigurborg. Nánar á bls. 14. Notkun sýklalyfja á Íslandi hefur dregist saman um tæpan fjórðung síðustu þrjú ár Minna notað af sýklalyfjum í dýrum hér á landi en í Evrópu Sveitamarkaðir í blóma 7 16 Bændablaðið aðgengilegt frá upphafi á timarit.is Matreiðslumeistari fer í sveitina og hittir bændur 20 Þessir vörpulegu grísir, sem heita Maríus og Mía, eru ættaðir frá bænum Brúarlandi á Mýrum en dvelja nú í góðu yfirlæti í Dölunum. Þar eru þeir „ferðaþjónustugrísir“ í sumar hjá hjónunum Þorgrími og Helgu sem reka Rjómabúið á Erpsstöðum. Þúsundir gesta koma þangað í heimsókn á ári hverju til að kaupa ís og fleiri mjólkurvörur ásamt því að komast í návígi við dýrin og kynnast því starfi sem unnið er á bænum. Mynd / Helga Elínborg Guðmundsdóttir Horfur á ágætri berjatíð Útlit er fyrir gott berjasumar þótt berin séu seinna á ferðinni í ár en oft áður. „Þetta lítur alveg svakalega vel út, betur en mörg undanfarin ár, og ég er hæstánægð,“ segir Sigurbjörg Snorradóttir á Krossum í Dalvíkurbyggð, áhugakona um berjatínslu. Svipaða sögu er að segja frá öðrum landshlutum, t.d. af Vesturlandi og um allt Norðurland, og þá eru góðar líkur á fínni berjatíð bæði fyrir austan og vestan. Nánar um berjasprettuna á bls. 8. Sigurborg Daðadóttir Landbúnaðarsaga Íslands væntanleg Í haust kemur út ritverkið Landbúnaðarsaga Íslands hjá bókaútgáfunni Skruddu. Höfundar eru þeir dr. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur og Jónas Jónsson heitinn, fyrrum búnaðarmálastjóri. Verkið hefur verið mörg ár í vinnslu, en það kemur út í fjórum bindum, samtals 1.400 blaðsíður ásamt fjölda mynda, teikninga og korta. Fyrstu tvö bindin fjalla almennt um sögu landbúnaðar á Íslandi frá örófi alda til okkar daga en í tveimur seinni bindunum eru helstu greinum landbúnaðarins gerð skil. Á fjórum síðum í miðju þessa blaðs birtast nokkur sýnishorn úr verkinu. Endurræktaði tún fyrir tæpar 9 milljónir króna Á kúabúinu Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá þurfti að endurrækta 90 hektara af túnum eftir slæmt kaltjón sem varð í vetur og vor. Bændurnir Þorsteinn Guðmundsson og Linda Björk Steingrímsdóttir segja í viðtali við Bændablaðið að beinn kostnaður við kaup á olíu, fræi og áburði hafi verið á bilinu 8-9 milljónir króna sem gera um 100 þúsund á hektarann. Þessi upphæð er fyrir utan vinnu bóndans og er slit og afnot af vinnuvélum ekki tekið með í reikninginn. Ríksstjórn Íslands ákvað fyrr í sumar að styrkja bændur um 350 milljónir króna vegna kaltjóna víða um land. Bændur geta sótt um styrki á grundvelli úttekta, en upphæðin nemur 60 þúsund kr. á hektarann. Nánar um afleiðingar kaltjóna á bls. 4 og 19.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.