Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir Selatalningin mikla var haldin á vegum Selasetur Íslands þann 21. júlí síðastliðinn. Talningin hefur farið fram árlega síðan árið 2007 og var þetta því sjötta skiptið. Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu landsela í kringum Vatnsnes og Heggstaðanes, ásamt því að gefa almenningi tækifæri á að kynnast og taka þátt í rannsóknarstarfsemi Selaseturs Íslands. Selir voru taldir á allri strand- lengjunni á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra, en það er samtals um 100 km. 30 manns tóku þátt í talningunni og fóru gangandi, ríðandi eða á báti. Talningin byggir algjörlega á þátttöku sjálfboðaliða, en með þessu móti gefst færi á að kanna stórt svæði á mjög stuttum tíma. Í ár sáust samtals 757 selir á svæðinu (aðallega landselur). Það eru aðeins fleiri selir en sást 2012, en þá voru talin 614 dýr. Hinsvegar hefur fjöldinn árin þar á undan verið yfir 1.000 dýr. Mikilvægt er að hafa í huga að þessar talningar eru aðeins vísbending um lágmarksfjölda þeirra sela sem dvelja á þessu svæði. Margir þættir hafa áhrif á fjölda sela sem liggja uppi í látrunum og veður er einn þeirra. Athuga ber að tölurnar segja ekki til um ástand landsselsstofns í heild. Stofnstærðarmat á landsel fór síðast fram 2011 og hefur farið fram reglulega síðan árið 1980 og þá hefur verið talið um land allt úr flugvél. Niðurstöður þeirra talninga benda til þess að landselstofninn hafi staðið í stað síðan árið 2003 og sé tæplega 12 þúsund dýr. /Selasetur Íslands Æ fleiri bændur hafa tekjur af því að leiðsegja gestum um bú sín og fræða um landbúnað. Í fréttum á dögunum var sagt frá bændunum á Friðheimum í Bláskógabyggð sem búast við um 40 þúsund gestum á bú sitt í ár og þau merku tímamót urðu í síðasta mánuði að gestur númer 100 þúsund heimsótti gestastofuna á Þorvaldseyri þar sem eldgosið í Eyjafjallajökli birtist gestum ljóslifandi. Í Eyjafirði, Kjósinni og í Hvalfirði eru bæir sem taka á ári hverju á móti þúsundum grunn- og leikskólabarna í fylgd foreldra og kennara. Þá hafa nokkrir bæir opnað veitingahús og bari inni á sínum bújörðum. Landsfrægir eru bændurnir í Garði og Holtseli í Eyjafjarðarsveit sem Akureyringar hafa verið duglegir að heimsækja síðustu missseri. Fleiri bændur eru að sinna fróðleiksfúsum gestum en innan vébanda Opins landbúnaðar, tengslanets bænda sem taka á móti gestum í sveitinni, eru nú 35 bæir sem veita allir mismunandi þjónustu í þessum dúr. Upplýsingar um þá má finna í bæklingi Ferðaþjónustu bænda og á bondi.is. Tugþúsundir gesta heimsækja bændur Innlendir og erlendir ferðamenn leita í sveitina eftir fræðslu og afþreyingu Nokkru fleiri selir í Húnaþingi vestra en í fyrra Niðurstöður úr Selatalningunni miklu 2013 Vélaverkstæði Þórs Meira gert við gamlar búvélar en áður „Það er ágætt að gera hjá okkur í búvélaviðgerðum. Bændur eru duglegri en áður að láta gera við tæki í stað þess að kaupa nýtt,“ segir Stefan Trocki, verkstæðisformaður hjá Þór hf. í Reykjavík. Hann segir að dráttarvélar komi víða að til viðgerða en fyrirtækið bjóði líka upp á að heimsækja bændur og gera við á bæjunum. „Við förum yfirleitt tveir og erum þá á ferðinni í 3-4 daga í einu og keyrum um í þjónustubíl með öllum helstu verkfærum. Við erum fljótir að bregðast við þegar bændur hafa samband en verðið á þjónustunni fer eftir því hversu langt þarf að fara og auðvitað hvað þarf að gera.“ Stefan segir bændur kvarta sáran yfir háu varahlutaverði en við því sé lítið að gera – vélarnar verði að virka. Auk búvélaviðgerða sinnir verkstæðið viðhaldi og viðgerðum á ýmsum smáverkfærum, s.s. borvélum, heimilissláttuvélum og fleiru sem Þór er með til sölu í sínum verslunum. Þúsundþjalasmiðirnir á verkstæði Þórs hf. Stefan Trocki verkstæðisformaður er lengst til hægri en sonur hans er í þegar minna er að gera að sögn Stefans. Mynd / TB Myndir / Selasetur Íslands Þorgrímur Guðbjartsson á Erpsstöðum leiðir gesti um fjósið og útskýrir bú- skapinn. Hann er með litla afmarkaða sveitaverslun í fjósinu og framleiðir ís og osta. Mynd / TB „Þetta lítur alveg svakalega vel út, betur en mörg undanfarin ár og ég er hæstánægð,“ segir Sigurbjörg Snorradóttir á Krossum í Dalvíkurbyggð, áhugakona um berjatínslu. Hún telur þó að ber geti verið eilítið seinna á ferðinni nú en oft áður. Svipaða sögu er að segja frá öðrum landshlutum, t.d. af Vesturlandi, um allt Norðurland og þá eru góðar líkur á fínni berjatíð bæði fyrir austan og vestan. Engin birkifeti í ár Birkifeti er fiðrildalirfa sem gert hefur mikinn óskunda í berjalöndum víða um land og þar á meðal í Eyjafirði, en hann leggst m.a. á berjalyng og nærist á því fyrri hluta sumar. „Til allrar guðslukku hefur hans ekki orðið vart í sumar, má vera að snjóþunginn á liðnum vetri hafi drepið hann,“ segir Sigurbjörg. Hún hefur verið á ferðinni á sínum heimaslóðum, m.a. í Þorvaldsdal og Svarfaðardal, og segist sjaldan hafa séð jafn mikið af grænjöxlum á berjalyngi. „Þannig að ég á ekki von á öðru en að fólk geti náð sér í óheyrilegt magn af berjum hafi það áhuga á því,“ segir hún. Einkum og sér í lagi er útlitið gott varðandi aðalbláber og segir Sigurbjörg það í sínu minni ekki hafa verið betra, en hún hefur farið til berja undanfarin 26 ár og tínt gríðarlegt magn fyrir sjálfa sig, vini og vandamenn. „Ég er orðin virkilega spennt, það er allt tilbúið og nú get ég bráðum lagst út í berjamó, ég hlakka mikið til þess,“ segir hún. Ágætis útlit um allt land „Nú er ég búin að fara norður og það lítur vel út með berin. Aðalbláberin eru komin lengra en bláberin en það verður rosa berjaspretta ef veður verður hagstætt og ekki of kalt. En það er búið að vera skítakuldi fyrir norðan í allt sumar og lítil sól. En nú er farið að dimma á næturnar og þá spretta berin eins og enginn sé morgundagurinn. Ég er komin með vatn í munninn og get ekki beðið með að gleyma mér í góðum berjamó,“ segir Gerður Sjöfn Óskarsdóttir, sem sendi fréttir af Ströndum. Úr Dölunum bárust þær fréttir að fremur kalt hefði verið bæði í vor og sumar og stuttleg könnun Eyjólfs Sturlaugssonar leiddi í ljós að krækiber voru minnst hálfum mánuði seinna á ferðinni en undanfarin ár. Bláber eru einnig seinna á ferðinni, en Eyjólfi sýndist að nóg myndir verða af þeim. Ísfirðingar eru bjartsýnir á gott berjaár, gróður er með besta móti, en sama sagan og í öðrum landshlutum hvað það varðar að ber eru seinna á ferðinni nú. Jóhanna Lárusdóttir, hótelstýra að Sólbrekku í Mjóafirði, segir á fésbókarsíðu Berjavina að berjahorfur þar um slóðir séu frábærar, það gildi um allar tegundir berja og megi áhugamenn búast við að nóg verði af berjum. Anna Hallgrímsdóttir hefur svo skoðað sig um í Borgarfirði og segir útlitið þar gott. /MÞÞ Berjaspretta góð um allt land en heldur seinna á ferðinni en í meðalári Horfur á ágætri berjatíð fram undan Krækiberjalyng. Um þessar mundir eru stór- sveppirnir að vaxa úr grasi, eða öllu heldur úr mosa og lyngi í skógunum. „Það er góð ástæða til útiveru að tína sveppi. Einnig getur uppskeran orðið gott búsílag fyrir veturinn,“ segir Halldór Sverrisson, lektor við auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann segir að best sé að tína sveppi í ungskógi. „Margir veigra sér við að tína sveppi af því að þeir þekkja þá ekki. Flestir hafa heyrt um eitraða sveppi, en þeir eru fáir hérlendis. Sumir óttast einnig að þeir séu að tína óæta sveppi,“ segir hann og bendir á að þessi ótti sé ástæðulaus. Hér á landi geti fólk haft einfalda reglu til viðmiðunar. Hattsveppir séu ýmist með svampkennt pípulag neðan á hattinum eða fanir, þ.e. blöð sem liggja eins og geislar út frá stokknum. „Fyrir byrjendur er öruggt að tína alla sveppi með pípulag undir hattinum. Það eru allt góðir matsveppir og þeir vaxa með mismunandi trjátegundum.“ Kúalubbi vex með birki og fjalldrapa, „kannski ekki besti sveppurinn,“ segir Halldór en góður ungur og er oft snemma á ferðinni, fer jafnvel að sjást um miðjan júlí. Hjá furunni vex furusveppur sem er afbragðs matsveppur. Umhverfis lerki finnst svo lerkisveppur sem mörgum þykir lostæti. „Það gildir með alla þessa sveppi að best er að tína þá unga áður en flugur verpa í þá og sniglar fara að éta þá,“ segir Halldór. Tvær aðferðir eru algengastar ef geyma á sveppi að sögn Halldórs. Hægt er að steikja þá í smjöri og frysta í mátulegum skömmtum. Einnig er hægt að þurrka þá við hægan hita í ofni. /MÞÞ Mynd / Halldór Sverrisson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.