Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 31
31 2 1 9 4 2 7 6 9 5 7 3 8 6 1 3 4 8 9 5 3 7 9 1 2 3 8 9 6 7 8 6 1 2 2 7 2 5 1 8 4 6 7 8 7 3 55 4 Sudoku Galdurinn við Sudoku- þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Dagbjört Dís Pálsdóttir er fimm ára gamall leikskólanemandi í Grafarvogi í Reykjavík. Henni finnst skemmtilegast að perla hjörtu í leikskólanum en í sumar ætlar hún að vera dugleg að fara í sund, ferða- lög og vera mikið úti að leika sér. Nafn: Dagbjört Dís Pálsdóttir. Aldur: 5 ára. Stjörnumerki: Hrútur. Búseta: Reykjavík. Skóli: Leikskólinn Funaborg. skólanum? Að perla hjörtu. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kettlingar og hvolpar. Uppáhaldsmatur: Spagettí, pítsa, hamborgarar, grjónagrautur en lasanjað í leikskólanum er best. Uppáhaldshljómsveit: Justin Bieber. Uppáhaldskvikmynd: Fiskamyndin sem ég fór á í bíó og heitir Sammi. Fyrsta minningin þín? Þegar ég gaf jólasveinunum duddurnar mínar, ég ég fékk dót í staðinn. - færi? Ég hef æft íþróttir í íþróttaskóla og svo er ég stundum að sparka bolta. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að fara í leiki og horfa á Matta morgun. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Listakona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég keyri niður Laugaveginn með fjölskyldunni minni, skrúfa niður rúðuna og segi hæ við alla sem ganga framhjá. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að laga til en síðan er líka leiðinlegt þegar einhver meiðir mig. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ég ætla að vera úti að leika, fara í ferðalög með fjölskyldunni og síðan ætla ég að fara oft í sund. PRJÓNAHORNIÐ Mosi Stærð M/L og (XL/XXL) Yfirvídd 98 (108) cm Ermasídd 52 cm Sídd á bol, undir handvegi 48 cm Efni Kartopu Gipsy grænt nr. K410 - 7/8 dokkur PRJÓNAR Hringprjónar nr. 8, 80 cm Sokkaprjónar nr. 8 Prjónafesta 10 X 10 cm = 12 L og 17 umf slétt prjón. Notið hálfu nr. stærri eða minni prjón eftir því sem við á, ef prjónafestan passar ekki hjá ykkur. Aðferð Bolurinn er prjónaður fram og til baka, en ermar er hægt að prjóna í hring. Ein rönd er 12 umf = 10 sl umf + gatabekkur og garðabekkur. Bolur Fitjið upp 113 (123)L á hringprjón nr 8 og prj 5 garða. Eftir þetta eru 7 fyrstu og 7 síðustu L á hverjum prjóni alltaf prj sl, bæði á réttu og röngu, og mynda garðaprjónslista. Prj 10 umferðir sl á réttu og br á röngu. Í fimmtu umf sem er á réttunni, er gert hnappagat í garðaprjónslistann hægra megin. Þá eru fyrstu 3L prj, næstu 2 felldar af og umf prj til enda. Í sjöttu umf er bandinu slegið tvisvar upp á prj þar sem áður hafði verið fellt af. Hnappagötin eru gerð í miðjunni á annarri hvorri rönd alla leið upp peysuna, endað í garðaprjónskantinum í hálsmálinu. Nú er komið að gataumf. Prj fyrstu 7 L slétt og *prj svo tvær Lsaman, sláið bandinu upp á prjóninn*, endurtakið frá *-* út umferðina þar til kemur að lykkjunum 7 sem alltaf eru prj slétt. Prj næstu umf á röngunni slétt þannig að það myndist garður á réttunni. Endurtakið þetta fimm sinnum í viðbót, alltaf með 10 umf á milli, og munið eftir hnappagötunum. Eftir þriðja gatabekkinn eru teknar úr tvær lykkjur í hvorri hlið strax í fyrstu umf eftir að búið er að prj hann. Þetta er prj þannig; prj 27 (30) L, prj 2 L saman, prj 2 L , takið 1L óprj, prj 1 L, steypið þeirri óprj yfir, prj 49 (51) L, prj 2 L saman, prj 2L , takið 1 L óprj, prj 1 L, steypið þeirri óprj yfir, prj 27 (30) L. Setjið prjónamerki milli úrtakanna og miðið úrtökuna sem á að gera eftir fjórða gatabekk við þessa. Útaukningar eru síðan á sömu stöðum eftir fimmta og sjötta gatabekk. Aukið út þannig: Prjónið uns 1L er eftir að merki, aukið út, prjónið 2L, aukið út, endurtakið þetta svo við næsta merki. Að þessu loknu eru prj 8 umf. Setjið 6 miðlykkjurnar undir handveginum, hvoru megin á bolnum, á nælu. Geymið bolinn og prj ermar. Ermar Fitjið upp 22 (24) L, tengið í hring og prj 4 garða. Aukið út um 6 L í fyrstu sléttu umf. Prj 10 sléttar umf og prj svo gatabekk. Aukið út um 2L strax að gatabekknum loknum. Prjónið 5 rendur í viðbót og aukið tvisvar (þrisvar) enn út um 2 L í senn. Í sjöundu og síðustu röndinni eru prj sl 8 umf, í staðinn fyrir 10 umf, og svo eru 6 L undir erminni settar á nælu. Prj við bolinn. Prjónið hina ermina eins. Axlarstykki Þegar búið er að sameina bol og ermar eiga að vera 157 (175) L á prjóninum. Næst er prj 1 umf á röngunni til baka. Svo er prj gatabekkur og ein rönd til viðbótar. Að henni lokinni eru *2 L prj saman og 4L prj slétt* út umf. Röndin er kláruð og eftir síðasta gatabekkinn eru *2 L prj saman og 1 L prj slétt* út umf. Prjónið næst 7 umf, í síðustu umf eru prj * 2 L prj saman og 1 L prj slétt*. Nú er komið að hálsmálinu, þá eru prjónaðir 4 garðar, í þriðja garðanum þarf að gera ráð fyrir síðasta hnappagatinu. Í síðustu umf fyrir affellingu eru teknar úr 10 L jafnt yfir prjóninn. Fellið af, gangið frá endum og lykkið saman undir ermum. / Helena Eiríksdóttir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætlar að verða listakona 2 Létt 1 5 2 5 9 7 6 1 6 5 6 3 5 2 8 3 9 6 8 7 2 4 3 8 ÞungMiðlungs BÆKUR & TÍMARIT Nýtt tölublað Dýraverndarans er komið út, það fyrsta í 30 ár. Tímaritið kom fyrst út árið 1915 og var það gefið út af Dýraverndunarfélagi Íslands (sem nú heitir Dýraverndarsamband Íslands, skammstafað DÍS). Tímaritið var gefið út í um mannsaldur eða svo, allt til ársins 1983 en varð þá hlé á útgáfu í 30 ár. Margir sem eldri eru muna vel eftir blaðinu og víst er að það var kærkomin sending sem barst reglulega inn á fjöldamörg íslensk heimili. Útgefendur segja í fréttatilkynningu að þeir hafi fengið kveðjur frá eldra fólki sem gleðst mjög yfir því að blaðið sé að koma út aftur. Markmið útgefandans er að gefa blaðið út tvisvar á ári. Félagar í DÍS fá það sent heim til sín en áskriftar- gjald er innifalið í árgjaldi. Það er einnig selt víða, m.a. í Eymundsson. Allir sem láta sig málefni dýra varða geta sent greinar til birtingar, sögur, hugleiðingar og annað efni. Aðstandendur láta sig varða málefni allra dýra, villtra, búfjár og gælu- dýra, en aðaláhersla er á góða með- ferð og umgengni við dýr. Fyrsta tölublað Dýraverndarans er aðgengilegt á timarit.is Dýraverndarinn kemur út eftir 30 ára hlé Sauðfjárrækt á Íslandi Bókaútgáfan Uppheimar hefur gefið út bókina „Sauðfjárækt á Íslandi“ en hún er sannkallaður fróðleiksbrunnur um búgreinina. Bókin er alhliða fræðslurit um sauðfjárrækt og er bæði ætluð starfandi bændum og öllu áhuga- fólki um sauðkindina. Í henni er m.a. fjallað um sögu og uppruna, fóðurþarfir og fóðrun sauðfjár, afurðir, mörk, merkingar og fjallskil, úthagabeit og sauðfjárbeit í skóglendi. Ítarlega er sagt frá kynbótastarfi og rætt um frjósemi, sæðingar og erfðafræði sauðfjár. Þá er kafli um sjúkdóma, húsakost og tækni, lífræna ræktun, hirðingu og framleiðsluhætti. Að auki er stuttur kafli um tamningu fjárhunda o.fl. Ritið er prýtt fjölda ljós- og skýringarmynda. Það er Ragnhildur Sigurðardóttir, sauðfjárbóndi, umhverfisfræðingur og kennari hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, sem ritstýrði bókinni fjöldi höfunda lagði til efni. Þeir voru Árni Brynjar Bragason, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Emma Eyþórsdóttir, Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, Guðmundur Hallgrímsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jón Viðar Jónmundsson, Ólafur R. Dýrmundsson, Sigurður Þór Guðmundsson og Svanur Guðmundsson. Bókin er gefin út í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og er 300 blaðsíður að lengd. Hún var gefin út með stuðningi frá Leonardo, starfsmenntahluta menntaáætlunar Evrópusambandsins auk þess sem styrkur úr Minningar- sjóði Halldórs Pálssonar fékkst til þess að gera bókina sem veglegasta. Fáið bókina senda heim á hlað Bókina er hægt að nálgast með því að panta hana á netinu á vefsíðunni www.uppheimar.is. Einnig er hægt að panta bókina símleiðis í síma 511-2450. 5 Fyrsta minning Dagbjartar Dísar er þegar hún hætti að nota snuð, gaf Stekkjarstaur allar duddurnar sem hún átti og fékk dót frá honum í staðinn. Dýraverndarinn Dýravernd í fortíð og framtíð Ill meðferð á íslenska hestinum Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Tímarit dýravina á Íslandi. 70. árgangur, 1. tbl 2013. Verð 1.299 kr. Amma mús – handavinnuhús Áteiknaðir dúkar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.